Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 22

Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 22
í stofuna. Föt hans voru mjög tötraleg, en hann bar demants- nælu í skyrtuljrjóstinu og gull- eyrnalokka í eyrnasneplunum. „Við hvern hef ég þann heiður að tala?“ spurði ég, strax og hann hafði tekið sér sæti. „Eg er M. Regnault, nótaríus í Vendóme“. „Gleður mig að' kynnast yður, herra minn, en af sérstökum á- stæðum, sem mér eru allt of vel kunnar sjálfum, þá er ég ekki undir það búinn að gera erfða- skrá mína núna“. „Afsakið; það er ekki tilefni heimsóknar minnar. Mér skilst, að þér leggið það í vana yðar að heimsækja La Grande Bretéche“. Það var húsið sem ég minnt- ist á, svo að ég svaraði játandi. „Já, einmitt það; en slíkt er algerlega óheimilt. Ég er hingað kominn í nafni greifaynjunnar sálugu yfir Merret, og sem erfða- skrárgjörandi hennar, til þess að krefjast þess að þér leggið þær heimsóknir yðar niður. Þér lítið út fyrir að vera menntaður heið- nrsmaður, og þess vegna hlýtur yður að' vera kunnugt um, að lögum samkvæmt er bannað að fara inn í læst híbýli annarra, og að girðing er sarna og veggur út frá laganna sjónarmiði séð. Hvað mig snertir myndi ég ekkert hafa á móti því að heim- ila yður að skoða húsið, en við því er lagt blátt bann í erfða- skrá Madame de Merrets, og sjálfur hef ég aldrei stigið fæti mínum þar síðan hún dó. Vel á minnst; herra minn, erfðaskrá hennar var á sínum tíma um- rætt skjal í Vendóme“. „Gerist ég of djarfur, herra minn, með því að spyrja um or- sökina til þess?“ spurði ég. „Hana skal ég reyna að gera yður ljósa, að svo miklu leyti sem mér er leyfilegt“, svaraði hann. „Það var ekki löngu eftir að ég kom frá París, þar sem ég hafði dvalið við' nám, og hafði setzt að hér, að kvöld eitt, þegar ég var einmitt að ganga til náða, gerði greiíynja de Merret boð eftir mér. Vagn hennar beið mín við dyrnar — en, áður en ég held lengra í frásögn minni, finnst mér rétt að geta þess að eigin- maður hennar hafð'i látizt 2—3 mánuðum áður í París, undir mjög aumvunarlegum kringum- stæðum, því að hann hafði látið leiðast út í ýmiskonar svall og ólifnað. Greifynjan hafði yfir- gefið La Grande Bretéche sama daginn og eiginmaður hennar fór frá henni, og frá því var svo þá gengið nákvæmlega eins og þér getið séð' það núna; og því var meira að segja flikað, að hún hefði látið brenna öll húsgögn og innanstokksmuni áður en hún fór. I nokkra mánuði áður en 20 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.