Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 58

Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 58
Kún væri starfsmaður — að fallegu föt- in væru ekkert annað en einkennisbún- ingur. En frammi fyrir þeim virtist henni nú sem gagnslaust myndi að tala um slíkt. Hún stóð kyrr á miðju gólfi. „Ég fór heim,“ sagði hún, og sneri sér að John. Hún sá snöggvast mynd sína í einum speglinum. Andlitið var fölt. Karl hafði skotið henni skelk í bringu. Og þessi tvö? Hvað höfðu þau sagt um hana? Hvar héldu þau, að hún hefði verið? Allt í einu fannst henni hún miklu eldri en þau. Ef til vill var þetta rétta stund- in til að tala við þau. Hún sagði stillilega: „Þið hafið bæði verið mér afar góð.“ SVIPUR Priscillu varð reiðilegur og ásakandi. Hún Ieit snöggt við og spurði með ákafa: „Hvað áttu við?“ Og áður en Jana gæti áttað sig eftir þessa hranalegu spurningu, heyrði hún rödd Johns, bitra eins og svipuhögg: „Hún ætlar að fara frá þér, Pris. Ég sagði þér það. Hún getur ekki umborið þig fremur en Cromore." „Það er ekki satt?“ sagði Jana reiði- lega, svo sármóðguð, að hún missti stjórn á skapi sínu. Priscilla settist upp. Augnaráð henn- ar bar vott um undrun og hún virtist ekki koma upp nokkru orði. „Þú mein- ar þetta í raun og veru,“ sagði hún loks. Það var mikill feginleiki í rödd- inni, svo hún var næstum hlýleg og við- kvæm. „En hvers vegna viltu þá fara héðan?“ „Mér hefur ekki einu sinni komið það til hugar,“ sagði Jana hrærð. Þau höfðu þá verið að tala um það. Þau 56 höíðu óttast, að hún kæmi ekki aftur. „Nei, ég vil ekki fara frá ykkur," sagði hún hæglátlega. „Þá er allt í bezta gengi.“ John færði sig nær systur sinni. „Fáum okkur eitt- hvað að borða. Ég er soltinn. En þessi glaðværð, sem hann reyndi að leyna vandræðum sínum með, lét ekki cðlilega í eyrum. Hann virtist finna það sjálfur, því að hann flýtti sér að bæta við: „Mér skjátlaðist,11 og hann hló, „að minnsta kosti í svipinn." En Jönu sárnaði, að hann skyldi ekki trúa henni, eða látast ekki gera það. „Hlustaðu ekki á hann,“ sagði Pris- cilla. ÞAÐ VIRTIST óþolandi heitt og mollulegt í stofunni. Jana fór úr káp- unni og settist andspænis þeim. Syst- kinin biðu þess, að hún tæki til máls, cn hún fór sér að engu óðslega. Það var erfitt að skýra nákvæmlega, hvað henni lá á hjarta. Það virtist ekki jafn þýðingarmikið nú, er hún vissi, hversu mjög Priscilla þarfnaðist hennar, en þó varð hún að segja það. „Það var aðeins eitt, sem mig lang- aði til að segja ykkur. Þetta iðjulausa, eyðslusama líferni er farið að valda mér áhyggjum. Ég er að missa fótfestuna. Ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum að því. En ég veit, að það er mér ekki fyrir góðu.“ Hún þagnaði. John settist nálægt henni og hallaði sér fram, eins og hann vildi fyrir engan mun missa af nokkru orði. Það var einnig eftirvænt- ing í tilliti Priscillu og jafnframt bæn. Jana vissi, hvað hún óttaðist, en hún varð að gera hreint fyrir sínum dyrum. HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.