Heimilisritið - 01.02.1949, Side 10

Heimilisritið - 01.02.1949, Side 10
milli. En þegar ég var orðinn leið'ur og ætlaði að fara að kveðja hann, sagði hann allt í einu. „Eg gifti mig um daginn — og — og konan mín er ófrísk. Við eigum heima í Veltusundi, upp undir þaki. Komdu og heimsæktu okkur“. „Já, það skal ég sannarlega gera“, sagði ég giaðlega. „En“, sagði hann og dró orð- in við sig. „Þú verður að' koma í dag, því á morgun fer ég á Vífilstaði. Ég er með berkla, fékk að vita það áðan. Komdu með mér núna. Ég . . . meina . .. ég þori ekki almennilega heim“. Og svo labbaði ég með honum heim, upp á loft í Veltusundi. Og þar tók á móti okkur falleg, gráeyg stiilka með þrýstin brjóst og þunguð, já, mér fannst ein- hvern veginn, að það hlyti að' fara að koma hjá henni . . . Við spjölluðum saman. Steinn var þögull og fór hjá sér, en það kjaftaði á mér hver tuska, það var eins og í mér væri óbol, eins og ég væri á spani. Ég greip næstum því orðið í hvert sinn og Steinn ræskti sig. Það var eins og ég væri dauðskelkaður við að hann segði eitthvað. Mér fanst, eins og hann ætlaðist til þess, að ég hjálpaði honum, væri við- staddur, þegar hann talaði við konuna sína. En ég var svo órór. Og þegar ég hafði gleypt í mig kaffisopa og eitt vínarbrauð með „glassúr“, stóð ég skyndilega á fætur, greip húfuna mína, söng hlæjandi, drykkjuvísu, sem danski dvergurinn hafði sungið á „Bláu stjörnunni“ — og hent- ist svo niður alla stigana og út á götu .. . Ég var sveittur. Mér leið bölvanlega. Það var föstu- dagur í dag. Eitthvað hlaut að vera komið í kassann hjá „Sveskjum og rúsínum“ Bezt að fara þangað ... Ég kom ekki nærri Veltusundi næstu mánuðina. Við og við frétti ég af Steini. Hann lá í nokkra mánuði. Svo komst hann á fætur og síð'an var hann útskrifaður. Loks frétti ég að hann væri orðinn stýrimað- ur. Ég hamaðist við að koma mér áfram. Einu sinni keypti ég djöfuldóm af möðkuðum grá- fíkjum og bjó til gráfíkjukon- fekt og seldi svo í búðir. Það var þá, sem ég gaf tíkallinn í jóla- pott hjálpræðishersins! Ég keypti líka sjóvetlinga af göml- um, fátækum kerlingum og seldi þá síðan um borð í Færeyingum fyrir peninga og brennivín, sem ég seldi síðan aftur. Það var ágætur bissniss. Ég gerði ýmis- legt fleira og átti töluverða aura. Já, það var einmitt þá, sem ég keypti bláa frakkann með flau- elskraganum og ,.kaskeytið“ hjá 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.