Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 13

Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 13
„Ég hringi á sjúkrabíl“, sagði ég lágt. Ég lagði Stein upp í rúmið fyr- ir framan trékassann með litla barninu. Svo fór ég út. Þegar bíllinn kom var búið um Stein í körfunni — og ég fór með honum til Vífilstaða. Svipur hans var svipur dauðans, nema augun voru stór og myrk. Brjóst hans var vott af blóði, en um varirnar svartir baugar. Ég fékk að setjast við höfða- lagið hjá honum þegar búið var að búa um hann. Það rann á hann mók um stund, en svo vaknaði hann, rétti mér þvahi hönd. Við þögðum báðir. Allt í einu sá ég tár á hvörmum hans og varirnar bærðust. Ég heyrði tæplega orðaskilin. En hann sagði: „Ég læt ekki drepa mig . . . Ég skal komast áfram ... l’g læt ekki drepa mig .. Hjúkrunarkona kom og benti mér að fara. Ég þrýsti lauslega máttlausa og þvala hönd æsku- vinar míns — og fór. Morguninn eftir rétt fyrir há- degisbilið fór ég heim í kjallar- ann á Bergstaðastígnum. Þegar ég kom að stofuhurðinni heyrði ég mannamál. Ég dokaði við og þá heyrði ég að það var prest- urinn. Hann talaði rólega, en konan grét hljóðlega. Allt í einu hrein drengurinn ofsalega, það var líkast því sem skelfing hefði dunið yfir barnið í einu vet- fangi . . . Ég ætlaði mér að flýja, læðast út án þess að nokkur tæki eftir mér, en í því opnaðist hurðin og presturinn kom fram og konan stóð fyrir aftan hann. Ég stóð þarna niðúrlútur, næst- um því skömmustulegur. Svo fór presturinn en ég fór inn í stofuna. Við sátum lengi hljóð. Svo fór ég út í bæ að lijálpa til með undirbúninginn. Steinn var jarðsettur næsta fimmtudag. Ég hef komist áfram. Ég vinn í bæjarvinnunni, en öll kvöld og alla hátíðisdaga í fyrrasumar unnum við saman að því að byggja okkur hús inn í Klepps- holti. Eldri drengurinn rétti mér spítur og nagla, en litli kúturinn var þá tveggja ára og varð því að hafa góðar gætur á honum. Við grófum saman fyrir grunn- inum og hrærð'um saman steyp- una. Við unnum saman að því öllu. Og mikið var hún fögur, mold- ug um hendur og andlit. Ég man hvað það var gaman að koma heim og hvíla sig eftir regnsunnudaginn okkar. Það var þá, sem við urðum ásátt með að hafa tjöldin fyrir stofuglugg- anum okkar blá að lit. ENDIH HEIMILISRITIÐ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.