Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.02.1949, Blaðsíða 6
að við ættum heima sinn á hvor- um partinum og værum því ó- vinir þegar liði var skipt, í sjó- búðinni, gömlu hálfföllnu sjó- búðinni fyrir innan garð, næst- um því einu sjóbúðinni, sem eftir var frá fyrri tíð. Steinn fór heim við svo búið' og sagði foreldrum sínum frá því sem Starkaður hafði sagt. Þeim fannst það slæmt, gömlu hjónunum, að drengurinn fengi ekki að sofa heima hjá sér og Steini fannst það líka illt. Hann liafði allt af verið heima hjá sér, aldrei sofið ema nótt annars staðar hvað þá fleiri, og hann hugsaði til sjóbúð- arverunnar með kvíða. En þessu varð ekki breytt. Starkaður í Snös var herra til sjós og lands og ekki yrði breytt frá hans boð'i, hvað sem fólki eins og Snjólfi gamla Snjólfssyni, fyndist. Svo fór Steinn í sjóbúðina. Hann byrjaði með því að dytta að þakinu og setja rúðu í glugga- boruna. Hann mokaði sandi úr bálknum undir glugganum og hreinsaði allt til eins og hann gat. Svo náði hann sér í fjalir og negldi saman borðkríli, sem hann setti fyrir framan bálkinn. Nú, og svo að síðustu var hann búinn þurru heyi og hálmi, sund- urskornum ullarsekkjum og nokkrum rúmfötum. Það var gamalt salonsofið' teppi ofan á sænginni hans þegar ég heim- sótti hann nokki-u eftir að hann var búinn að búa um sig. Hann leit yfir sjóbúðina, stóð á miðju gólfi teinréttur, sveiflaði hend- inni og sagði: „Eg er ekki vitund hræddur, skal ég segja þér, ekki vitund hræddur“. Og ég fann að hann starði beint í augu mér, líkast því sem hann væri að leita að einhverju í þeim. Eg sá að hnefarnir kreptust svo að hnú- arnir hvítnuðu og smarnar á hálsinum þöndust svo að' þær komu út í hörundið. Svo fór Steinn að vinna hjá Starkaði gamla í Snös. Hann var uppi fyrir allar aldir á morgnanna og sást á ferli seint á kvöldin. Hann fór um flæðar- málið, var inn í kofunum, sýsl- aði á túninu og í görðunum og hamaðist upp á mýri. Eg heyrði að fólk sagði, og ég fann aðdá- unai'hreim í máli þess: „Hann vinnur sannarlega af honum pabba sínum lóðargjald- ið hann Steinn litli“. Steinn vann í nokkur ár hjá Starkaði í Snös og allt af var hann í sjóbúðinni. Hann dytt- aði að henni eins og hann gat, gerði við þakið, negldi fjalir á hurðina, sem gisnaði æ meir og alltaf var hreinlegt hjá honum. Einu sinni setti hann upp blátt gluggatjald. Það var eitt haust- ið og stundum á kvöldin sá mað- 4 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.