Heimilisritið - 01.02.1949, Síða 29

Heimilisritið - 01.02.1949, Síða 29
„Ó-jú, náttúrlega, herra minn, en sú stúlka er eins og steingerf- ingur. Hún veit eitthvað, en það er ómögulegt að fá nokkuð upp úr henni“. Eftir stuttar samræður til við- bótar fór húsmóðir mín. For- vitni mín hafði nú náð hámarki. Eg var þess nú fullviss, að La Grande Bretéche hefði orðið vettvangur einhvers óhugnan- legs glæps. Rosalie, er verið hafði þjónustustúlka Madame de Merret’s, var nú þerna í kránni og mér fannst ég geta ráðið af andlitssvip hennar, að hún þekkti þennan hræðilega leyndardóm — og ég ákvað að kornast að þeirri vitneskju hjá henni. Að' lokum féllst hún á að segja mér leyndarmáilð, og ég ætla nú að endursegja það í eins stuttu máli og ég sé mér fært. Her- bergið, sem Madame de Merret venjulega hafðist við í, var á stofuhæðinni. Lítil skonsa, sem hún notaði fyrir fataskáp og var um 4 fet á hvern veg að flatar- máli, gekk inn af stofunni, og var af sömu veggþykkt og hún. Þremur mánuðum fyrir þetta ákveðna kvöld, er ég nú ætla að segja frá, hafði greifafrúin orðið' svo lasin, að greifinn lét gera stofu á fyrstu hæð í stand fyrir sig og í henni bjó hann upp frá því. Af einni þessara tilviljana, sem ómögulegt er að sjá fyrir, kom hann þetta kvöld heim úr klúbbnum, þar sem liann var vanur að lesa blöðin og ræða stjórnmál, tveimur klukku- stundum seinna en hann var vanur. Hann hafði tapað fjöru- tíu frönkum í borðknattleik — fjörutíu frankar er mikil fúlga í Vendóme, þar sem allir eru nurl- arar. Það hafði verið venja hans að spyrja Rosalie, þegar hann kom heim, hvort eiginkona sín væri háttuð, og eftir að hann hafði fengið jákvætt svar, fór hann undantekningarlaust rak- leitt til herbergis síns. Er hann kom heim þetta kvöld fékk hann þá flugu í kollinn að líta inn til konu sinnar, að sumu leyti sjálf- sagt til þess að tala við hana um tap það, sem hann hafði orðið fyrir, og að einhverju leyti ef til vill til þess að leita ástaratlota hennar, því að við kvöldverð'ar- borðið hafði líann veitt því at- hygli, að hún var mjög snotur- lega klædd, en eftir því hafði hann tekið, eins og eiginmönn- um er títt, helzt til seint. I stað þess að kalla á Rosalie, er var upptekin í eldhúsinu ásamt mat- sveininum og ökumanninum, gekk greifinn til herbergis konu sinnar og skildi kertið, sem hann hélt á, eftir við stigann. Auðvelt var að þekkja fótatak hans, þeg- HEIMILISRITIÐ 27

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.