Heimilisritið - 01.02.1949, Qupperneq 12

Heimilisritið - 01.02.1949, Qupperneq 12
Ég leit í gluggann og sá blá gluggatjöld. „Eg keypti þau í morgun. Konan sagði mér.að' fara út og koma ekki fyrr en liún væri bú- inn að setja þau upp. Nú skulum við koma inn og segja henni hvernig þau líta út að utan. Hún bíður eftir því“. Ég starði á bláu gluggatjöldin. Það var eitthvað, sem greip mig svo undarlega, eitthvað, sem snart mig mjúkum sefandi ióf- um. Ég varð hálf ringlaður. Ég fann að hálsvöðvarnir að' innan- verðu titruðu og ég fór að kingja. Allt í einu var gluggatjöldun- um svipt sundur og ljómandi drengsandlit birtist í gluggan- um, næstum samtímis kom ung kona í. ljós með reifabarn á fannhvítu brjósti. Hún brosti til okkar, kinkaði kolli og beníi okkur að koma inn. Steinn ljómaði allur — og hann var svo léttur á sér, næst- um eins og fugl sem svífur án vængjablaks. Hann gekk á end- an og ég á eftir svo undarlega óviss og hikandi, eins og ég væri nú að stíga inn í heim, sem ég hefði ekki haft hugmynd um að væri til. „Þau eru alveg ágæt“, sagði hann, „alveg gullfalleg“. En konan hans, sem var að ganga frá barninu í trékassa of- an á uppbúnu rúmi, leit brosandi og rjóð til mín og það var efa- blandin spurning í svipnum. „Iívar hefurðu fengið svona falleg gluggatjöld?“ stamaði ég. „Eg hef hvergi fengið þau. Hann keypti þau í morgun. Hann er svo góður að kaupa!“ Og luin var sannarlega tigu- leg kona, þegar hún gekk fram í kompuna til þess að kveikja á olíuvélmni. Við sátum góða stund og röbbuðum. Það var sólskin úti og sólargeislarnir fengu á sig daufbláan lit á gólfinu. Allt var svo tandurhreint þarna inni, og drengnrinn lék við' hné mér. Allt í einu náfölnaði Steinn og greip um munninn. Hann reis hægt á fætur, fálmandi út i loft- ið eins og hann ætlaði að fara fram. Konan hans stóð einnig á fætur, náföl, og varirnar skulfu. Ég stóð upp hægt. „Er nokkuð að'?“ sagði ég — og — ég fann að ég var að verða ofsalega reiður. Um leið sá ég blóð' seitla út um greipar Steins. Konan hans sneri sér ráðvillt á gólfinu. Svo tók hún hand- klæði og ég hélt því að vitum hans. Ég stóð gegnt honum og við horfðumst í augu. Augu hans voru mild, næstum afsak- andi. En mér var öllum heitt af innibyrgðum ofsa. 10 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.