Heimilisritið - 01.02.1949, Page 12

Heimilisritið - 01.02.1949, Page 12
Ég leit í gluggann og sá blá gluggatjöld. „Eg keypti þau í morgun. Konan sagði mér.að' fara út og koma ekki fyrr en liún væri bú- inn að setja þau upp. Nú skulum við koma inn og segja henni hvernig þau líta út að utan. Hún bíður eftir því“. Ég starði á bláu gluggatjöldin. Það var eitthvað, sem greip mig svo undarlega, eitthvað, sem snart mig mjúkum sefandi ióf- um. Ég varð hálf ringlaður. Ég fann að hálsvöðvarnir að' innan- verðu titruðu og ég fór að kingja. Allt í einu var gluggatjöldun- um svipt sundur og ljómandi drengsandlit birtist í gluggan- um, næstum samtímis kom ung kona í. ljós með reifabarn á fannhvítu brjósti. Hún brosti til okkar, kinkaði kolli og beníi okkur að koma inn. Steinn ljómaði allur — og hann var svo léttur á sér, næst- um eins og fugl sem svífur án vængjablaks. Hann gekk á end- an og ég á eftir svo undarlega óviss og hikandi, eins og ég væri nú að stíga inn í heim, sem ég hefði ekki haft hugmynd um að væri til. „Þau eru alveg ágæt“, sagði hann, „alveg gullfalleg“. En konan hans, sem var að ganga frá barninu í trékassa of- an á uppbúnu rúmi, leit brosandi og rjóð til mín og það var efa- blandin spurning í svipnum. „Iívar hefurðu fengið svona falleg gluggatjöld?“ stamaði ég. „Eg hef hvergi fengið þau. Hann keypti þau í morgun. Hann er svo góður að kaupa!“ Og luin var sannarlega tigu- leg kona, þegar hún gekk fram í kompuna til þess að kveikja á olíuvélmni. Við sátum góða stund og röbbuðum. Það var sólskin úti og sólargeislarnir fengu á sig daufbláan lit á gólfinu. Allt var svo tandurhreint þarna inni, og drengnrinn lék við' hné mér. Allt í einu náfölnaði Steinn og greip um munninn. Hann reis hægt á fætur, fálmandi út i loft- ið eins og hann ætlaði að fara fram. Konan hans stóð einnig á fætur, náföl, og varirnar skulfu. Ég stóð upp hægt. „Er nokkuð að'?“ sagði ég — og — ég fann að ég var að verða ofsalega reiður. Um leið sá ég blóð' seitla út um greipar Steins. Konan hans sneri sér ráðvillt á gólfinu. Svo tók hún hand- klæði og ég hélt því að vitum hans. Ég stóð gegnt honum og við horfðumst í augu. Augu hans voru mild, næstum afsak- andi. En mér var öllum heitt af innibyrgðum ofsa. 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.