Heimilisritið - 01.06.1949, Blaðsíða 57

Heimilisritið - 01.06.1949, Blaðsíða 57
reynt ;iö hrinda þér ur huga mér — á allan hátt seni ég get. En það stoðar ekki. Hvað segir þú?“ hað vottaði fyrir sjáJfsmeðaumkun í rödd hans. Og það var sem hann væri að ásaka hana. Allt í einu brosti Jana ósjálfrátt, Hún fann til kenndar, sem hún hafði aldrei fundið til áður. Dásamleg vitund um vald. Það var þægileg tilfinning. Allur ótti var horfinn. ,,Af hverju brosir þú?“ spurði hann. „Af því þú ert svo — ofsalegur.“ Hann gek fram á mitt gólfið. ,,Það er ekkert gaman!“ „Ég veit það. Þess vegna er það svo dásamlegt." Hún þekkti naumast sína eigin rödd, eða tóninn, en. hún var ánægð yfir að geta talað á þennan hátt. Það veitti henni yfirburðatilfinningu. Hún sá líka hve úrræðalaus hann varð. Hún naut þess að koma honum á óvart. Ekkert af því, sem hann kunni að hafa hugsað sér, rnyndi koma honum að gagni. Án þess að ætla sér, notaði hún sér agurinn enn frekar. „Viltu ekki setjast? Má bjóða þér vínglas?“ spurði hún. Hann svaraði ekki. Starði aðeins á hana. En þótt hana langaði til að fara til hans, ýfa á honum hárið, kyssa hann og segja honum hve kjánaleg þau væru bæði, langaði hana einnig til að sjá hann svona úrræðaiausan lengur. Eitt- hvað innra með henni, sent hún hafði aldrei fundið til áður, knúði hana til þess. Hún hélt áfram. „Priscilla er nýfarin. Hún verður leið yfir því að hafa farið á mis við þig. Hún hefur ekki vitað, hvar þú varst niðurkominn." Hún sá hann hreyfa kjálkana eins og hann gnísti tönnum. Hann starði á hana steinilostinn. Svo sagði hann hægt: „Mér datt aldrei í hug, að þú gætir lcikið á þennan hátt. Hélt aldrei að þig langaði til þess.“ Hann virtist hreinskilinn og djúpt særður. Jana fann að hún hafði gengið of langt. Hún sá eftir því. En því gat hann ekki séð, að hún var sjálf varn- arlaus, að hún reyndi vegna ótta að reisa múr á m.illi þeirra, að verja sig nteð þessu uppgercar mikillæti? Hvers vegna skildi hann það ekki? „Þú ert orðin lík Mano,“ sagði hann biturlega, og það særði hana svo, að hún varð. að gjalda í sömu mynt. „Iðrastu eftir að -hafa sent hana til Hollywood?“ Honum brá. „Hvað veizt þú um það?" „Allir nema Mano sáu gegnunt brögðin. Þau voru ekki ntjög kænsku- leg.“ Hún ætlaði að bæta því við, að hún hefði heyrt hann tala í símann, en hann greip fram í. „Hvað um það?“ sagði hann hvasst. „Hún tekur Hollywood langt fram yf- ir mig. Og þegar hún kont þangað, fékk hún gott tilboð. Það var öllum fyr- ír beztu. Hún hafði bara dálítið gam- an að mér, og ég hafði svolítinn áhuga á henm. Ekkert líkt [iví sem ég er hrif- inn af þér.“ „Meinarðu það?“ „Ég rneina það. Og þú ert glöð. Af því ég elska þig svo mikið. Hvað viltu meira?“ Hann kom til hennar. Áður en hún HEIMILISRITIÐ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.