Heimilisritið - 01.06.1949, Blaðsíða 30

Heimilisritið - 01.06.1949, Blaðsíða 30
Tíu mínútur höfðu liðið og nú var að'eins einn eftir. Hann var hár og grannur. Frakkinn lians var úr þykku, gráu efni og á höfðinu var hann með barðalít- inn flókahatt. „Eg vildi gjarnan fá að sjá nöfn þeirra gesta, er komu síð- ast hingað“, sagði hann um leið og hann renndi augunum laus- lega yfir nafnaskrána. Honum varð starsýnt á hinar ólæsilegu rúnir gestsins á herbergi nr 13. „Hver er þetta?“ spurði hann. „Spyrjið hann sjálfan", svar- aði ég. „Hann sagðist vera of loppinn á fingrunum til að geta skrifað' læsilega“. Maðurinn með barðalita hatt- inn starði hugsandi á vindilinn sinn. „Hvernig leit hann út?“ Eg gat ekki varizt hlátri: „Því get ég heldur ekki svarað. Hann var álíka hár og þér, annað veit ég ekki“. Maðurinn kinkaði kolli og \’irtist ánægður með upplýsing- arnar. „Mig grunar að þetta sé Sheldan", sagði hann. „Er það einhver kunningi yð- ar?“ spurði ég. „Nei“. Hann tók nafnspjaldið sitt upp úr vestisvasarium og rétti mér það. Aftan við nafnið stóð Scotland Yard. „Lítið á þetta“, sa^ði hann og fékk mér dagblað, sem hann hafði haft í frakkavasanum. „Hér getið þér sjálfir séð hver Robert Sheldan « er . Eg las greinina, sem hann benti mér á, og þar stóð, að mað- ur er hét Robert Sheldan og ver- ið hafði gjaldkeri hjá fyrirtæki- inu. „Miller og synir“ í fjórtán ár, hefði laumast í burtu með tuttugu þúsund sterlingspund úr kassanum. Þeim, sem tækist að handsama þjófinn, var heitið tíu þúsund pundum í þóknun. Ég leit á manninn með öfund- araugum. Tíu þúsund pund var einmitt upphæðin, sem mig vantaði til þess að geta keypt hluta í gistihúsinu. Peningarnir hefðu nú verið mínir, ef ég hefði aðeins vitað hvaða mað'ur það var, sem ég sendi upp á nr. 13. „Nú ætla ég að segja yður hvað þér eigið að gera“, sagði lögreglumaðurinn. „Sendið vika- drenginn uþp til gestsins og seg- ið honum að koma niður. Ég tek hann þá fastann en lofa því, að' enginn gestanna muni verða var við handtökuna“. Ég sendi Georg upp, eu hann kom aítur eftir andartak: „Það \-ar ekki svarað, þegar ég bank- aði á dyrnar", sagði hann og leit spyrjandi á manninn með harða hattinn. „Hann getur ekki hafa sloppið út“, sagði lögreglumaðurinn, „án þess að við sæjum til ferða hans. Við verðum að fara upp, og það 28 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.