Heimilisritið - 01.06.1949, Page 30

Heimilisritið - 01.06.1949, Page 30
Tíu mínútur höfðu liðið og nú var að'eins einn eftir. Hann var hár og grannur. Frakkinn lians var úr þykku, gráu efni og á höfðinu var hann með barðalít- inn flókahatt. „Eg vildi gjarnan fá að sjá nöfn þeirra gesta, er komu síð- ast hingað“, sagði hann um leið og hann renndi augunum laus- lega yfir nafnaskrána. Honum varð starsýnt á hinar ólæsilegu rúnir gestsins á herbergi nr 13. „Hver er þetta?“ spurði hann. „Spyrjið hann sjálfan", svar- aði ég. „Hann sagðist vera of loppinn á fingrunum til að geta skrifað' læsilega“. Maðurinn með barðalita hatt- inn starði hugsandi á vindilinn sinn. „Hvernig leit hann út?“ Eg gat ekki varizt hlátri: „Því get ég heldur ekki svarað. Hann var álíka hár og þér, annað veit ég ekki“. Maðurinn kinkaði kolli og \’irtist ánægður með upplýsing- arnar. „Mig grunar að þetta sé Sheldan", sagði hann. „Er það einhver kunningi yð- ar?“ spurði ég. „Nei“. Hann tók nafnspjaldið sitt upp úr vestisvasarium og rétti mér það. Aftan við nafnið stóð Scotland Yard. „Lítið á þetta“, sa^ði hann og fékk mér dagblað, sem hann hafði haft í frakkavasanum. „Hér getið þér sjálfir séð hver Robert Sheldan « er . Eg las greinina, sem hann benti mér á, og þar stóð, að mað- ur er hét Robert Sheldan og ver- ið hafði gjaldkeri hjá fyrirtæki- inu. „Miller og synir“ í fjórtán ár, hefði laumast í burtu með tuttugu þúsund sterlingspund úr kassanum. Þeim, sem tækist að handsama þjófinn, var heitið tíu þúsund pundum í þóknun. Ég leit á manninn með öfund- araugum. Tíu þúsund pund var einmitt upphæðin, sem mig vantaði til þess að geta keypt hluta í gistihúsinu. Peningarnir hefðu nú verið mínir, ef ég hefði aðeins vitað hvaða mað'ur það var, sem ég sendi upp á nr. 13. „Nú ætla ég að segja yður hvað þér eigið að gera“, sagði lögreglumaðurinn. „Sendið vika- drenginn uþp til gestsins og seg- ið honum að koma niður. Ég tek hann þá fastann en lofa því, að' enginn gestanna muni verða var við handtökuna“. Ég sendi Georg upp, eu hann kom aítur eftir andartak: „Það \-ar ekki svarað, þegar ég bank- aði á dyrnar", sagði hann og leit spyrjandi á manninn með harða hattinn. „Hann getur ekki hafa sloppið út“, sagði lögreglumaðurinn, „án þess að við sæjum til ferða hans. Við verðum að fara upp, og það 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.