Heimilisritið - 01.10.1949, Síða 7

Heimilisritið - 01.10.1949, Síða 7
Sem mjúkir, seyðandi tónar ómar næturævintýrið innra með ungá manninum. Hann reikar um, sem í leið'slu undir laufþaki trjánna. Fuglarnir syngja uppi yfir honum, marglit sumarblóm- in bera ferskan og sætan ilm, en vfir öllu glóir sólin eins og um- hyggjusöm móðir alheimsins og vekur börnum jarðarinnar un- aðs- og sælukennd. Já, sjálf jörðin hefur breytt um svip. Allt er orðið bjartara og hlýrra; himinninn blárri og heiðari, blómin fegurri og grasið grænna. Og allt er þetta vegna hennar, drottningar ævintýrsins. TTpp frá þessu skal allt vera óður til hennar. Hver hugsun lians og athöfn, skal vera henni helg- uð. ÁÐUR en hann varir er hann kominn að húsinu, sem hún býr í; stendur úti fyrir glugganum hennar og horfir á lítinn læ- virkja, er situr í gluggakistunni og syngur. Ungi maðurinn veit, að' þarna fyrir innan rúðurnar sefur hún nú, drottning ævintýrsins. Hann sér hana fyrir sér, hvernig hún muni hvíla á rósóttum svæfli umvafin hvítu sængurlíni. Allt umhverfið — allt í návist henn- ar, er sem tákn hreinleikans og fégurðarinnar. Og nú slær stóra turnklukkan á húsinu beint á móti, löng hljómmikil slög — einnig þau, eru þáttur í hljómkviðunni miklu, — hljómkviðunni um ástina. EN ALLIR dagar eiga kvöld — hamingjúdagarnir líka. Sem svipvindur hefur sjúk- dómsvofan komið, og hrifið ungu stúlkuna í arma sína. Nepjan í forsælunni við sýrenu- tréð, hefur gengið of nærri við- kvæmu brjósti drottningar æv- intýrsins. Ilún vaknar með sáru taki; hörundið er svitaþvalt og augun gljáandi af sótthita. Ðýru verði þarf hún að gjalda gleðistundir gærdagsins, því að nokkrum morgnum síðar, þá er ungi maðurinn kemur að vitja hennar, hefur dauðinn orðið á undan honum á fund hennar. A þeirri stundu myrkvaðist veröldin. I gluggakistunni situr lævirk- inn litli, hnípinn og söngvana, þennan morgun, og stóra turn- klukkan slær langdregin og þunglyndisleg högg, og nú bland- ast ldjómar hennar hljómkviðu sorgarinnar. Og ungi maðurinn gengur burtu dapur í bragði, en hann dylur þó harm sinn, unz hann kemur á kyrrlátan stað — á belckinn undir sýrenutrénu. Þar HEIMILISRITIÐ 5

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.