Heimilisritið - 01.10.1949, Page 20

Heimilisritið - 01.10.1949, Page 20
ar. I>að getur ekki hafa verið til einskis! Eg get ekki afborið það“. „Hvers vegna segirðu þetta, Páll?“ hvíslaði hún. „Segi ég hvað?“ Páll virti hana fyrir sér undrandi. „Þú ert þá þeirrar skoðúnar, að ég hafi ekkert gert fyrir ylck- ur — segðu mér. . . .“ „Þú hefur afrekað miklu, Anna. Það veiztu sjálf. Mér þyk- ir leiðinlegt ef ég hef sært þig“. „Eg hef engu góðu komið til leiðar“, sagði hún. „Jafnvel Lilla veit það. Allt, sem einhvers er um vert, hefur þú gefið' henni. Þú vildir aldrei þiggja gjafir mínar — og nú viltu ekki held- ur eiga mig fyrir konu. . . .“ „Horfðu framan í mig, Anna!“ Rödd hans skalf af sársauka. Hún neyddi sjálfa sig til að hlýða. Og hún sá sama ástúðar- fulla andlitið, sem hafði horft á hana yfir uppþvottinum fyrir níu árum síðan. Ef til vill dá- lítið ellilegra, dálítið alvarlegra, en með sömu ástúðina í svipn- um — ó, guði sé lof, sömu ástúð- ina, sömu trúna á hana! Hún vissi með sjálfri sér, að' nú myndi hún aldrei yfirgefa liann framar. Hún myndi vera hjá honum og Lillu og njóta hinna sönnu verðmæta lífsins á- samt þeim. ENDIR Taugcuipennt eiginkona „Hún er dúlítið taugaspennt, konau yðar, en það er ekkert liœttulegt. Hún getur þess vegna orðið hundrað ára“. Lœknirinn brosti og sagði: „En ég?“ spurði eiginmaðurinn. Orsök sprengingarinnar Sprenging hafði orðið í Dynamitverksmiðjunni, og nú sat eiginkonan við rúm eins þeirra er komst lífs af og spurði, hvernig þetta hefði viljað til. „Það get ég sagt þér“, sagði maðurinn. „Jonni hefur víst gleymt að líta á klukkuna, og hann var að bera kaSsa fullail af dynamiti milli herbergja, þegar hringt var i mat ...“ Mörg sambönd. Húsfreyjan: — Þetta er hræðilegt, ðlaria. .. . Eg var að frétta, að það er eitthvað á milli mannsins míns og einkaritarans lians. Vinnukonan: — Iss — þetta segið þér bara til að gera mig afbrýðisama! 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.