Heimilisritið - 01.10.1949, Síða 42

Heimilisritið - 01.10.1949, Síða 42
vatnskönnu. Stundarkorn ótt- aðst ég' hið versta, en það kom brátt í ljós að frú Vallency liafði aðeins fengið aðsvif. Undir eins og ég hafði kælt enni hennar með vatni, raknaði hún við. „Við skulum fara heim“, hvísl- aði hún. Það var sent eftir leigubifreið og við ókum heim til hennar. Eg tók lykilinn upp úr töskunni hennar, og studdi hana á meðan við gengum inn. Hún hné niður í djúpan hægindastól í dagstof- unni. Eg fann dálítið koníak og gaf lienni. Hún drakk úr glasinu, vænan sopa. „Þér verðið að afsaka, að' það skyldi líða yfir mig“, sagði hún, „ég er ekki vel frísk. En ef þér vilduð hringja eftir stofu- stúlkunni---------“ Eg þrýsti á rafmagnshnapp. „Eg hef nefnilega séð morð- ingja eiginmanns míns í kvöld“, bætti hún lágt við. Ég hristi höfuðið. „Þér megið nú ekki verð'a allt- of vonsviknar, þótt það komi í ljós að yður hafi missýnzt“, sagði ég blíðlega. „Mér hefur ekki missýnzt“, svarað'i hún. „En í dag get ég ekki meira. Komið til mín í fyrramálið klukkan ellefu; þá ætla ég einnig að biðja mála- færslumann minn að mæta. Og nú verð ég að bjóða yður góða nótt .. .“ Ég tók í hönd lienni. Stofu- stúlkan kom inn í sama bili. FRÁ HEIMILI frú Vallency fór ég beina leið í leikhúsið. Eg snéri mér til eins umsjónar- mannsins, skrifaði nokkur orð á nafnspjald og bað hann að af- henda það Philip Lincoln, hin- um þekkta leikara, er verið hafði í hinni svörtu yíirhöfn á leiksviðinu, þegar frú Vallency varð fyrir aðsvifinu. Áð'ur hafði ég hitt Philip Lincoln í klúbbn- um mínum, en annars þekkti ég ekki sérlega mikið til lians. ■Svar hans var jákvætt. Strax að sýningu lokinni skyldi hann taka á móti mér í búningsklefa sínum. Þegar ég kom inn til Lincolns, sat hann á stól fyrir framan spegilinn og var að þurrka and- litsfarðann framan úr sér. Hann leit út undan sér á mig og benti mér til sætis. „Gjör ið svo vel, Lyson, og fá- ið yður sæti. Ég er alveg að verða tilbúinn. Mér sýndist reyndar ég sjá yðúr í leikhús- inu“. „Ja, e :g var þar“, svaraði ég. „Fyrirtaks sýning“. „Já, ekki sem verst“, mælti hann. „Hvað' liggur yður annars á hjarta?“ 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.