Heimilisritið - 01.12.1951, Side 6

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 6
Bryndís sem Dóra í kvikmyud- inni „Niðursetningurinn“. Hún lék líka eitt aðalhlutverkið í fyrri kvikmynd Lofts „Milli fjalls og fjöru“. að fela mér, svona reynslulausri og fákunnandi, þetta stóra hlut- verk. Ég er honum mjög þakk- lát fyrir það. Hver eru önnur helztu hlut- verk, sem þér hafið farið með síðan? Næst lék ég Emely í „Bærinn okkar“ eftir Thornton Wilder, þá Mikael í „Gullna hliðinu“, hirðmey í „Einu sinni var“, Sig- rúnu í kvikmynd Lofts „Milli fjalls og fjöru“, Dísu í „Galdra- Lofti“, Ögn í „Söngbjöllunni“, Guðrúnu í „Nýjársnóttinni,11 Vennýju í „Sölumaður dey“, flökkustúlku í „ímyndunarveik- inni“, Dóru í kvikmynd Lofts „Niðursetningurinn“ og allmörg hlutverk í útvarpsleikritum. — Hvaða hlutverk .þykir yður vænst um? Ceselu, líklega vegna þess að það var fyrsta hlutverkið mitt, fyrsta tækifærið, sem ég fékk á ævinni til þess að koma á leik- svið. Mér þykir afar vænt um hana. Hvaða hlutverk hefir kostað yður mesta vinnu? Líklega Dísa í „Galdra-Lofti“. Hún var mér afar erfið. Hver er uppáhaldsleikarinn yðar? Alda Möller var það, en af þeim, sem nú starfa hér er það . .. Nei, það er líklega skynsam- legast að segja það ekki. Skrifið þér ekkert um það. Engin erlend leikkona hefir heillað mig meira en Flora Rob- son. Ég sá hana í Vetrarævin- týri Shakespeares í Phænixleik- húsinu í London í sumar. Það var stórkostlegt. Hafið þér verið erlendis við leiknám? Nei, því miður, en ég hef tví- vegis farið til útlanda og í bæði skiptin notað tímann til þess að fara í leikhús. í sumar var ég svo heppin að geta farið til Eng- lands, en í sambandi við Bret- landshátíðina var mögulegt að sjá allt það helzta, sem enskú 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.