Heimilisritið - 01.12.1951, Blaðsíða 10

Heimilisritið - 01.12.1951, Blaðsíða 10
Hetjulund Úrvalssaga eftir skáldkonuna Sheila Kaye-Smith. — H. V. þýddi — UT ÚR Sussex-héraði norð- austanverðu gengur stór land- tunga inn í Ivent. Þar er skóg- lendi, og þeir skógar voru áður nytjaðir við járnvinnsluna í Sussex'. I skógunum glampar á tjarnir, sem endurspegla sólar- lag og sólaruppkomu. Þessir eik- ar- og beikiskógar eru mjög þétt- ir, og þar að auki er í þeim mik- ill kjarrgróður af hesli, kastaníu og víði, svo að í ljósaskiptunum er orðið dimmt á veginum, sem Hggur fram hjá litla húsinu henn- ar Maríu Adis, áður en fullrokk- ið er á víðavangi. Þetta kvöld var hvorki rökk- urskíma né tunglsljós, aðeins voru nokkrir kvöldroðablettir á dimmum skýjum yfir trjátopp- unum. En þó að sjónar nyti ekki, var liljóðglöggt í kvöldkyrrð- inni. Það var logn og froststilla, fyrstu haustfrostin í október, og hvert hljóð varð greinilegt og hvellt. Hundgá í Delmonden, sem er langt í burtu, virtist vera rétt hjá, og maðurinn, sem gekk eftir veginum, heyrði fótatak sitt bergmála eins og líkhringingu. Öðru hvoru var hann að reyna að læðast eftir vegarbrúnunum, en þær voru grónar brómberja- lyngi, og þegar það brast undan fótum hans, varð brakið í því næstum eins hátt og skarkið á malarveginum. Auk þess var þessi lvnggróður honum til taf- ar, og honum var mikið í mun að hraða sér. Þegar hann kom móts við litla húsið hennar Maríu Adis, dok- aði hann við. Milli hússins og vegarins var mjó grasflöt. Hann læddist vfir hana og gægðist inn um óbvrgðan glugga, en ljós var inni. Hann sá, að María Adis bograði yfir eldinum og var að fást við pott eða ketil. Hann hikaði og virtist á báðum átt- um. Þetta var stór og beinaber maður, rauðhærður og freknótt- ur, auðsjáanlega úr verkalýðs- stétt, en auðnulaus og örbjarga. Sem snöggvast var eins og hann ætlaði að opna gluggann, en hann hætti við það og gekk að dyrunum. Hann barði ekki að dvrum, heldur gekk beint inn. 8 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.