Heimilisritið - 01.12.1951, Qupperneq 13

Heimilisritið - 01.12.1951, Qupperneq 13
þá fara fram hjá. Þeir voru með' ljósker, og’ ég þekkti Crotch gamla og Boormans-bræðurna. Eg veit ekki, nema bezt sé fvrir þig að laumast út núna og fara áleiðis til Cansiron. Þú mundir komast á s\rig við þá með því móti og ná til Ivent. Það fer lest til London frá Tunbridge Wells klukkan tíu í kvöld“. „Það væri ágætt fyrir mig, en ég á ekki fyrir fargjaldinu“. Hún fór að einni eldhússkúff- unni. „Hér eru sjö shillingar. Það er nóg í fargjaldið og dálítið meira“. Hann gat ekkert sagt fyrst, en svo sagði hann: „Eg veit ekki, hvernig ég get þakkað þér“. „Og þú þarft ekkert að þakka mér. Ég geri þetta vegna Tomma. Eg veit, hve honum hefur alltaf verið umhugað um þig“; „Ég vona, að þú komist ekki í neina klípu út af þessu“, sagði hann. „Það er ekki mikil hætta á því. Það eru engar líkur til, að neinn komist á snoðir um, að þú liafir verið hérna, og ég vil held- ur, að þú sért farinn, þegar Tommi kemur heim, því að vel getur verið', að hann komi með einhvern kunningja sinn, og það gæti orðið til vandræða. Það er ekki svo að skilja, að ég hafi ekki samvizku af að hjálpa þér til að sleppa undan lögunum, en að skjóta á skógar- vörð er ekki sama og að skjóta á vanalegan mann, eins og við vitum, og kannske það hafi ekki orðið honum að verulegu tjóni, svo að' ég hugsa ekki meira um þetta“. Ilún opnaði dyrnar fyrir hann, en á þröskuldinum námu þau bæði staðar, því að aftur heyrðist fótatak nálgast langt að sunnan. „Kannske þetta sé Tommi“, sagði hún. „Það eru fleiri en einn á ferð- inni, og ég heyri mannamál“. „Það er bezt fyrir þig, að fara inn aftur. Bíddu, þangað til þeir eru komnir fram hjá. Við sjáum, hvað setur“. HANN YPPTI öxlum með' ólund og fór aftur inn í litla ryk- uga skúrinn, sem honum var orðið meinilla við, og hún læsti dyrunum á eftir honum. Fótatakið kom nær. Þeir, sem nú komu, fóru hægar og voru þungstígari. Andartak hélt Pét- ur, að þeir ætluðu að fara fram hjá eins og hinir, en það, sem dró úr fótatakinu, var grasflöt- in fyrir framan dyrnar. I næstu andrá var drepið á dyr. Ekki mundi það þá vera Tommi. Pétur skalf af ugg' og kvíða. DESEMBER, 1951 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.