Heimilisritið - 01.12.1951, Page 20

Heimilisritið - 01.12.1951, Page 20
eins og barn. En ég gerði það ekki. Eins og sneyptur hundur læddist ég aftur niður stigann. Úr því Maja hafði hernumið rúmið mitt, gat ég eins vel lagt mig á legubekkinn hennar i setustofunni. Ef ég breiddi ferðafrakkann ofan á mig og skrúfaði vel frá miðstöðvarofn- inum, gæti ég sem bezt sofið þar. En að mér skyldi ekki hafa dottið þetta í hug! Maja þurfti auðvitað að hafa næði til að lesa, úr því hún var í skóla — og þá var eins gott að losna við að sofa í setustofunni.... Hring- urinn? Ég tók hann upp úr vas- anum. Hann var mátulegur á vinstri litlafingur minn, og ég lét hann vera þar. Konan, sem tók til í húsinu — roskin ungfrú að nafni Helga, varð dauðskelkuð næsta morg- un, þegar hún kom inn og sá mig. Hún sagði líka seinna, að ég hefði stolið hringnum sín- um, og henni kæmi ekki á ó- vart, þó ég hefði stolið vara- litnum líka. Maja var í skólanum og far- in löngu áður en ég vaknaði. Ég gekk upp á Garð, því ég vissi, að hún drakk morgun- kaffi þar. Ég hitti hana strax. „Þú hérna!“ sagði hún him- inlifandi. „Já, ég stökk fyrir borð og éynti í land.“ „En hvar hefurðu sofið 1 nótt?“ spurði hún undrandi. „í rúminu þínu,“ sagði ég, „og ég varð fyrir vonbrigðum, að þú skyldir ekki vera þar.“ ÞAÐ var þriggja daga verk að lagfæra skipið. ... Maja hafði aldrei komið til Norðurlands, og þegar ég sagði henni, að ég ætlaði að nota tímann til að heimsækja síldar- verksmiðjurnar við Eyjafjörð, kom í ljós, að hana langaði til að fara með. Jæja, ég hjó dá- laglegt skarð í innistæðuna mína í Landsbankanum og flaug norður daginn eftir — með Maju 1 stólnum við glugg- ann vinstra megin við mig, hana langaði að sjá sem mest af fjöll- um og jöklum. Hvort það var nú vegna þess, að Hekla gaus þetta ár, eða af öðrum ástæð- um, get ég ekki sagt um, en þegar við sátum á Hótel KEA á Akureyri, áleit Maja, að það gæti verið alveg eins gott að stunda nám við Háskólann í Kaupmannahöfn. Annars fannst henni það dá- lítið spaugilegt, að hún skyldi fá nýtt ættarnafn, þegar hún giftist mér. Það fengu íslenzk- ar kynsystur hennar ekki, þeg- ar þær giftust ... w»dir 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.