Heimilisritið - 01.12.1951, Side 27

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 27
„Maðurinn minn var tíu ár- um eldri en ég. Eg' var full af æskufjöri og elskaði fegurð og íburð. IJegar maðurinn minn gerði eitthvað, sem hann áleit vera rangt, gekk hann gramur um gólf. En ég hafði ekki á- hyggjur af neinu“. „i\raðurinn minn vildi að ég hætti að vinna utan heimilisins. Eg neitaði, af því mér leiddist heimilisstörfin. Eg vildi eiga fleiri karlmenn að kunningjum. Maðurinn minn kvartaði yfir því, að ég sinnti honum og barn- inu okkar ekki nóg“. „Ég var ekki reiðubúin til að giftast, hvorki andlega né líkam- lega. Ég var of ung. Reyndar réðu foreldrar okkar því, að við giftumst, en þó áttum við engin sameiginleg áhugamál. Hann eyddi og sóaði, en vildi ekki borga reikningana sína. Ég var sparsöm. Kynferðismál voru lionum allt, en mér voru þau næsfum einskis virði. I rauninni var þetta dauðadæmt r upphafi,. Ég á erfitt með að færa fram einhverja einstaka orsök“, Þessi hreinskilnislegu svör sýna það átakanlega, að þau af- hjúpa ekki hina raunverulegu or- sök hjónaskilnaðanna, Þau sýna einungis ytrí einkenni þess sjúk- dóms, sem tærir kjamann í sam- félagi okkar. X*essi sjúkdómur er fólginn í þeim skorti, sem er á undirstöðufræðslu og upplýsing- um varðandi það, hvað hjóna- bandið er í raun og veru. Þetta er árangurinn af þeirri rang- snúnu mynd, sem æskufólkið hefur fengið af hjónabandinu, ásamt því að við veitum enga fræðslu á raungildi hjónabands- ins. Hjónaband er fyrst og fremst fús vilji til þess að taka á sig ábyrgð. Astæðurnar, sem þetta fólk hefur hér á undan gefið fyr- ir hjónaskilnaði þess, sýna það svart á hvítu, hversu það er langt frá því að skilja þann sannleika. Og ógæfan er — engin fræðsla. Hvers vegna hjúskaparbrot? Hvers vegna ábyrgðarleysi? Hvers vegna ósamkomulag? Þetta eru afleiðingar, ekki or- sakir. Það eru athafnir, sem leiða einkum af því, að sífellt er verið að reyna að eyða ósam- ræminu á milli hjónabands eins og það er, og hjónabandsins sem vænzt var eftir. Ef fólk hefði einungis fengið fræðslu um und- irstöðuatriði heilbrigðs samlífs milli karls og konu, væri mikið unnið. Eða ef fólk fengi Ieið- beiningar um fjárhagsleg vanda- mál, sem hjónabandinu eru sam- fara, yrði minna um hjónaskiln- aði en nú er, Hafi hjónin fyrirfram gert sér Ijósar þær skyldur er þau takast DESEMBER, 1951 25

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.