Heimilisritið - 01.12.1951, Page 30

Heimilisritið - 01.12.1951, Page 30
lagið', sein hafði aðalstöðvar í London. Kvikmyndafélagið hafði þá trú, að í hitabeltislandinu Queensland hlyti að vera margt gott að mynda. Inni milli skógi- klæddra fjalla hlutu að vera rústir gamalla námubæja, og fljótin voru full af stórum krókó- dílum og öðrum ófreskjum. Félagið hafði gefið Denham skipun um að taka myndir af öllu, sem almenningur gæti haft áhuga á, og Dan Moyne með sitt skoplega andlit og gaman- sama bros gat verið til mikils gagns, ef Denham fengi tækifæri til að koma einhverju skoplegu inn í sorgarleikina----- Hægra megin við Denham var heilt net af árkvíslum, og á bökkum þeirra uxu mangotré með stör á milli. Þögnin var svo djúp, að það orkaði óþægilega á taugarnar. Allt í einu greindi Denham raddir bak við næstu sandöldu. Ein röddin virtist nálgast, og hún hækkaði í kjökrandi hræðsluóp, og jafnframt heyrð- ust stafshögg á nakinn líkama. Með sjónaukanum skoðaði Denham Htinn ræktaðan blett við jaðarinn á kjarrinu. Lítill kofi stóð við ós einnar kvíslar- innar, og bak við kofann sá hann hvíta fjöru, þar sem kúluhöfð- aður Ivínverji stóð og veifaði bambusstaf eins og teppaberj- ara. Við fætur hans, með and- litið í sandinum, lá urig, kínversk stúlka, sem engdist sundur og saman undan miskunnarlausum höggum. Blóðið kom fram í kinnar Moynes, þegar Denham benti honum á það, sem fram fór. „Það er bölvaður þorpari, sem aumingja barnið á fyrir föðtu!“ rumdi hann, „það er óþolandi að horfa á þetta“. Denham hugsaði sig um í flýti. Iíeyndar kom honum það ekki við, þótt innfluttur Kínverji hegðaði sér eins og' þorpari við barn sitt, en hann var orðinn bálreiður og hann kreppti hnef- ana, meðan höggin skullu án af- láts á axlir ungu stúlkunnar. „Það væri víst engin ókurt- eisi“, sagði hann svo, „þó við' bæðum gamla þrjótinn að berja barnið ekki til bana. Eg fer þangað“. Moyne ior á eftir honum, og írsk augu hans leiftruðu ein- kennilega. Þeir fundu plankabrú á kvíslinni og gengu yfir. Jafn- skjótt og fótatak þeirra heyrð- ist, hættu höggin, og þeir heyrðu, að einhverju var fleygt inn í kof- ann. Höfuð Kínverjans gægðist út úr skúrnum, þangað sem hann hafði fleygt stafnum. Hárflétt- unni var troðið' inn undir gaml- 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.