Heimilisritið - 01.12.1951, Side 45

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 45
utan stöðina, og Laura veifaði 'glaðlega til hans frá sæti sínu við stýrið. Hún opnaði dyrnar, og hann settist við hliðina á henni. Hún lagði vanga sinn við öxl hans og kyssti hann laus- lega. En þá mundi hann spurn- ina: „Hvernig kyssir þú konuna þína?“ og lagði sig fram við kossinn. Úr aftursætinu heyi'ðist flaut- að langdregið. Hann sneri sér snöggt við og leit stranglega á börnin tvö, sem sátu í baksæt- inu: ,,Hvernig látið þið?“ spurði hann. „Var þetta erfiður dagur?“ spurði Laura. „Ekki svo mjög. Hvernig hef- ur þér liðið?“ „Ágætlega. Var í bridge hjá Betty Hedgins. Hvernig lízt þér á að fá buff í kvöldmat?11 Hann gaf frá sér ánægjulegt hljóð, sem átti að tákna, að það gæti hann vel hugsað sér. Svo komu þau heim. Hann stökk út og opnaði bílskúrinn, hún ók bílnum inn, og hann lokaði hurðinni. Þegar þau komu inn flýtti hann sér upp á loft. Hann þvoði sér og var 1 þann veginn að fara í gömlu flónels- skyrtuna sína, eins og hann var vanur að gera, til þess að hafa það sem þægilegast heima, þeg- ar honum datt í hug spurning- in: „Skiptir þú einungis um föt þau kvöld, sem von er á gestum?“ Hann beit sig í vörina og fór í nýstífaða, hvíta skyrtu, setti á sig perlugrátt hálsbindi og fór í nýju dökkbláu fötin. Svo greiddi hann sér vandlega og gekk niður. Laura leit undrandi á hann. „Flónelsskyrtan liggur uppi á skáphillunni, elskan.“ „Það veit ég vel,“ sagði hann dálítið vandræðalegur. Hún hrukkaði ennið. „Heyrðu, þú hefur víst ekki boðið nein- um í kvöldmat?“ „Nei,“ svaraði hann móðgað- ur yfir þessari óréttmætu ásök- un. „En þar fyrir getur maður leyft sér að vera sæmilega til fara heima hjá sér, þó enginn komi.“ Hún strauk honum hlýlega um vangann. „Já, já, vinur minn. Þú ert alltaf jafn indæll. Blandaðu okkur nú drykk; ég er búin að finna til flöskurnar. Svo kem ég eftir augnablik.“ í hálfgerðu fumi fór hann að blanda eftirlætis cocktailinn hennar. Það hafði líka verið eitthvað um það, hversu auð- velt væri að móðgast eða hlaupa upp á nef sér. Hann bar bakk- ann með glösunum inn í dag- stofuna. Eldurinn, sem snarkaði í arninum, kom honum fljótlega í betra skap. Hann dreypti á DESEMBER, 1951 43

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.