Heimilisritið - 01.12.1951, Side 53

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 53
Hús leyndardómonna 1 1 Eindæma spennandi reyfari eftir JOHN WILLARD Sagan byrjaði í síðasta hefti. Nýir lesendur geta byrjaS hér. Samkvæmt fyrirmælum miljónamær- ingsins Cyrus Wests, má fyrst 20 árum cftir andlát hans opna erfðaskrána. Nú er sá tími kominn, og ættingjar hans eru samankomnir í hinu afskekkta og skuggalega húsi hans, ásamt lögfræð- ingnum Crosby og ráðskonu hússins Mammy Pleasant. Ættingjarnir eru: Harry Blyth (alvörugefinn maður), Charlie Wilder (laglegur og broshýr rnaður), Sttsan Silsby (þrasgefin og gamaldags piparmær), Cicily Yottng (farin að reskjast, en málar sig mikið), Panl Jones (dálítið skoplegur bílavið- gerðamaður) og Annabelle West (falleg og ljóshærð stúlka). Þetta er um miðnætti. Málverk af Cyrus West dcttur úr rammanum, og hin dularfulla ráðskona segir, að það sé merki um, að einhver í húsinu muni deyja í nótt. Erfðaskráin HIN TÓLF miðnaeturslög klukkunnar, sem ekki hafði gengið í tuttugu ár, höfðu þau áhrif á erfingjana, að þeim fannst eins og kalt vatn rynni þeim milli skinns og hörunds. Einkum virtist þetta hafa mikil áhrif á Susan og Paul. Að eðlis- fari virtist Susan reiðubúin að ofurselja sig án nokkurra hindr- ana öllum geðhrifum, en taug- ar Pauls virtust spenntar til hins ýtrasta frá því er hann komst í kast við hinn ímyndaða glæpa- mann. Og eftir að myndin af Cyrus West féll niður og Mammy Pleasant lét í ljós á- lit sitt, ríkti almenn skelfing meðal gestanna í bókaherbergi Glencliff-hallar. Þótt einkennilegt megi virðast var það hin órannsakanlega ráðs- kona, sem augsýnilega var mest úr jafnvægi. Hinar hörkulegu varir með kuldalega slútandi munnvikunum titruðu nú í sorg, rauðir blettir komu í ljós á föl- um kinnunum, og tár runnu nið- ur eftir þeim án þess hún reyndi að hindra það. Einkennilegt hljóð, líkt og syrgjandi foreldrar hörmuðu látið bam, vakti undr- un allra viðstaddra, ekki sízt lögfræðingsins. Tortryggni hafði DESEMBER, 1951 51

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.