Heimilisritið - 01.12.1951, Side 54

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 54
vaknað hjá Crosby í garð ráðs- konunnar um leið og hann kom, og hann hafði með athygli vak- að yfir hverri hreyfingu hennar síðan, líkt og ránfugl yfir bráð. Það var hans verkefni að sjá um, að erfðaskráin yrði opnuð og lesin og eignirnar afhentar tilnefndum erfingja. Ýms atvik höfðu aukið á tortryggni hans, og með sjálfum sér hafði hann sett Mammy í samband við pen- ingaskápinn, sem hafði verið opnaður, og innsiglin, sem höfðu verið rofin og lokað aftur. Samt sem áður vakti exm meiri undr- un hans hin augljósa geðshrær- ing, sem hún komst í, er mynd- in af hinum látna húsbónda hennar féll niður. Hvaða vit- neskja var falin á bak við þenn- an harðlega svip? Hvernig gæti hún vænzt þess að hagnast á erfðaskránni? Hann vissi, að hún var ekki nefnd þar á nafn. Honum var einnig kunnugt um, að Cyrus West hafði fyrir dauða sinn ánafnað henni álitlegri fjár- hæð sem lífeyri. Hún gat farið til ættingja sinna ef hún óskaði þess, en samt sem áður hafði hún dvalið hér áfram, af eins- konar ást, reyndar mjög ein- einkennilegri. Setjum sem svo, að hún hafi breytt erfðaskránni. Hvernig gæti henni komið til hugar, að hún kæmist upp með slíkt, þar sem hann hafði af- rit af erfðaskránni? Crosby var svo upptekinn af þessum hug- leiðingum, að hann var ekki eins næmur fyrir geðhrifum og ann- ars hefði verið. Var Mammv eins bundin skugga fyrrverandi húsbónda síns og útlit var fyr- ir, eða var hún framúrskarandi leikari? Crosby vék til hliðar þessum hugsunum og gaf sig nú allan að því að rannsaka andlit erf- ingjanna. Hann gat ekki fengið betra tækifæri. Susan bar öll merki ofsahræðslu, og eins og ávallt leitaði hún nú að hand- legg til að halla sér að, sterk- um handlegg. Þótt hún sæti hjá Cicily Young, þá hljóp hún til Charlie Wilder og bað hann á- sjár. Tilraunir hans til að róa gömlu konuna urðu til þess, að Crosby gat ekki áttað sig á, hvemig honum hefði orðið við. Cicily virtist róleg og var jafn- vel skemmt af hræðslu Susan. Paul Jones hafði stokkið að Annabelle og hélt nú um hönd hennar, en Crosby gat ekki átt- að sig á hvort það var til að vernda hana eða af hræðslu. En hár hans var úfið og stór hár- lokkur féll fram á nef hans, og hin þunglamalegu hornspangar- gleraugu gáfu honum svip, sem var allt annað en svipur vernd- arahs. Aftur á móti var svipur Harry 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.