Heimilisritið - 01.12.1951, Page 65

Heimilisritið - 01.12.1951, Page 65
byrjuðu að flissa. Ég engdist í sætinu, lamaður af ótta — við áheyrendurna, sviðið og hljóð- nemann. En ég átti ekki um neitt að velja. Bæði beint og ó- beint neyddi konan mig til að rísa úr sæti. Og þegar ég einu sinni stóð uppréttur, var engin undankomuleið. Gleðilæti á- heyrenda, hvetjandi köll stjórn- andans og skipunarsvipur kon- unnar raku mig áfram, og brátt stóð ég í óhugnanlega lítilli fjar- lægð frá hljóðnemanum. „Vekominn, velkominn, herra minn,“ blaðraði stjórnandinn. „Það, er ekkert að óttast. Við skulum bara rabba ofurlítið saman og sjá hvort við getum ekki fundið upp á einhverju til að skemmta fólkinu hérna og þeim þúsundum hlustenda, sem sitja við tækin sín heima. Máske þér viljið segja hvað þér heit- ið?“ „Petter Fransen,“ tautaði ég svo lágt að varla heyrðist. „Nei, þér verðið að tala hærra,“ sagði stjórnandinn. ,,0g þér verðið að tala inn í þennan hérna. Hann er ekki hættuleg- ur.“ Hann benti á hljóðnemann og tók með ánægju móti hlátr- inum, sem áheyrendurnir guldu barnalegum vaðli hans. Ég verð að taka fram, að roð- inn, sem hljóp í kinnar mínar, stafaði af gremju og engum öðrum tilfinningum. „Petter Fransen,“ hrópaði ég svo hátt, að hljóðneminn skalf. Áheyrendur hlógu aftur, og nú leyfði ég mér að taka hláturinn til mín. „Eruð þér gefinn fyrir að veðja?“ spurði stjómandinn til að gera samtal okkar drama- tískara. „Svona nokkuð,“ svaraði ég. „Það fer nú eftir því, um hvað veðja skal, og hvað lagt er und- ir.“ „Það skuluð þér strax fá að vita. Fyrst vill útvarpið gjam*- an gefa yður tvo pakka af súkkulaði, fyrir að vera svo vænn að koma hingað upp.“ Ég tók við súkkulaðinu og þakkaði. „Nú hef ég hugsað mér að leggja fyrir yður spurningu," hélt hann áfram, „og ég er svo viss um, að yður tekst ekki að svara þeirri spurningu, að ég er til með að veðja 25 súkkulaði- pökkum móti yðar tveimur. Takið þér veðmálinu?“ Tveir súkkulaðipakkar er ekki svo afleitt, hugsaði ég, en hvað er það móti 25? „Auðvit- að,“ svaraði ég. „Allt í lagi, hér er spurning- in. Ef þér stjórnið skipi, sem er 10.000 smálestir og á heima í Noregi, grámálað olíuflutninga- skip, smíðað árið 1945 í New- DESEMBER, 1951 63

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.