Heimilisritið - 01.12.1951, Page 68

Heimilisritið - 01.12.1951, Page 68
klígju. „Þetta sem er svo létt. Getið þér betur!“ Vilt fagnaðarlæti aftur. Á- heyrendum finnst framúrskar- andi fyndið, að maður, sem alls ekki hefur getið, skuli vera beð- inn að geta betur. Hann vogaði ekki að mæta augnatilliti mínu. Hefði hann gert það, og væri hægt að drepa með augnaráði, myndi þetta hafa orðið glæpareyfari. Áheyr- endur biðu svarsins 1 ákafri eft- irvæntingu. „Það er hægt að skýra á að minsta kosti tvo vegu, hvers vegna hesturinn hefur fjóra fætur,“ sagði hann, og átti bágt með að stjóma kæti sinni. „Hér getum við t. d. nefnt þessar: 1. Til þess að búkurinn hafi sam- band við jörðina. 2. Til þess að hesturinn sé ekki haltur (það myndi hann auðvitað vera með færri en fjóra fætur).“ SJÓÐANDI af bræði yfirgaf ég sviðið. Stjórnandinn, sem hafði stolið 77 súkkulaðipökk- unum mínum, vildi láta mig fá fimm aftur í sárabætur. Mér fannst freistandi að taka þá og kasta þeim í hausinn á honum, en stillti mig og leit á hann í þess stað með kulda og fyrirlitn- ingu. Áheyrendur hlógu og fliss- uðu. Þegar ég komst að sætunum okkar, var Randi horfin. Ég tók yfirhöfn mína og ruddist út. Á götunni náði ég 1 bíl og ók heim. Húsið var tómt, en í ganginum lá miði frá Randi. Á honum stóð stutt og laggott, að hún væri far- in heim til móður sinnar og hefði tekið börnin með sér. Flýtislegt P. S. sagði, að ég gæti bara reynt að elta hana! Það var ekki anzað í síma tengdamóður minnar allt kvöld- ið. Ég reyndi á stundarfjórð- ungsfresti til kl. 11, en árangurs- laust. Um kvöldið og nóttina stútaði ég heilli flösku af „White Horse,“ sem ég hafði geymt og ætlað að spara til fertugsafmæl- is míns. Nafnið minnti mig auð- vitað á nokkuð óþægilegt, svo ég reif miðann af flöskunni. Klukkan þrjú lagði ég mig. Ég sofnaði samstundis og dreymdi að ég væri hrossaræktarráðu- nautur. ... TÍMINN, sem í hönd fór, var skelfilegur. Aldrei hafði mér dottið 1 hug, að til væri svona margt fólk, sem þekkti mig. Fólk stanzaði mig á götu, hringdi til mín á öllum tímum sólarhringsins eða skrifaði mér, og allir gerðu grín. „Nei, hvað er þetta, Fransen,“ — var vana viðkvæðið — „veiztu ekki hvers vegna hest- 66 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.