Heimilisritið - 01.12.1951, Side 72

Heimilisritið - 01.12.1951, Side 72
feðruni þínum. Dreymi mann að hrópað sé á hann, er það aðvörun og er venjulega fyrir vondu. HROS. — Dreymi þig að þú öðlist mikið hrós eða iof fyrir eitthvað, boðar það þér skammir cða ávítur af hálfu einhvers kærkomins, sem þú hefur sannarlega ekki breytt of vel við. HROSSAGAUKUR. — Ef þig dreymir að þú heyrir í hrossagauk, er það venjulega fyrir vonbrigðum í ástamálum. Það er aldrei fyrir góðu, jafnvel þótt þér finnist aðeins cins og þú sjáir hann, og oft getur draumur um hrossagauk boðað sorg og óhamingju, jafnvel dauða. HRUTUR. — Drcymi þig að hrútur clti þig eða stangi, muntu vckja mikla aðdáun í samkvæmislífinu, og fólk mun sækjast eftir að umgangast Þ>g- HRYGGÐ. — Sjá Sorg. HRÆÐSLA í draumi táknar hið gagnstæða í vöku. Ef þér þykir sem þú sért hrædd(ur) við cinhvern sérstakan mann, geturðu glaðzt þegar þú vaknar, því að cinmitt þessi maður er líklegur til þess að færa þér niikla gæfu, beinlínis eða óbeinlínis. Hræðsla í draumi táknar, að þú munt sýna dirfsku og dug við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd, kvíðalaus og óttalaus. HRÖSUN. — Dreymi mann að hann hrasi og detti hér um bil, cr það hon- um aðvörun. Hann ætti að gæta þess að láta aðra ekki hafa eins mik- il áhrif á sig og nú cr. Hinsvegar er það lánsmerki að dreyma, að maður rcnni sér fótskriðu. HUÐ. — Dreyrni mann húð sína dökka eða svarta, er það vottur um cig- in fláttskap. Sé húðin hinsvegar eðlilcg, veit það á auðlegð. HUFA. —- Ef þig dreymir að þú sért með nýja húfu, boðar það nýjan elskhuga. Oft er það þér einnig aðvörunardraumur. (Sjá Höfuðfat, Hattur). HUGREKKI. — Ef þig dreymir að þú sýnir ntikið hugrekki í einhverju tilfelli, skaltu ekki fyllast ofmetnaði. Innan skamms mun citthvað það gerast, sem mun síður en svo skapa þér ástæðu til þess. HULDUFÓLK. — Sjá Alfar. HUNANG. -— Að dreyma hungang cr fyrir hamingju, einkum varðandi ástamál, en jafnframt cr það aðvörun um að vera ekki of trúgjarn. HUNDUR. — Drcymi þig, að hundur sýni þér vinarhót, er það þér fyrir mikilli hamingju, en ef hann gcltir eða urrar, máttu búast við ein- hverri áreitni, sem þér stendur þó ekki mikil hætta af, nema ef um vciðihunda er að ræða. Og dreymi þig að þú sért á veiðum með hund eða hunda, cr það fyrir gæfulitlu hjónabandi. Grimmir hundar, sem vilja ráðast á þig í draumi, cru fyrir aðsteðjandi hættu. Hvítir hundar boða dreymandanum oft gleði, smndum fannkomu, en svartir tákna undirferli. Sjá hunda fljúgast á: ósamkomulag. Drepa hund: aðvörun um að varast óhappavcrk. 70 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.