Heimilisritið - 01.10.1954, Blaðsíða 25
frú Engel kom inn með rjúkandi
eplakökur, litu Anna og Jóna-
tan íbyggin hvort til annars.
Jafnvel Mike var svo hrifinn að
hann sagði: ,,Gjöra svo vel gefa
mér meiri mjólk?“ í stað þess að
kalla út í loftið eins og venju-
lega: „Meiri mjólk!“
Eftir kaffið sátu þau og reyktu
í setustofunni. Jónatan lét fara
vel um sig í hægindastól. „Ja,
þetta er nú líf!“ sagði hann.
„Mmm,“ sagði Anna. „Engir
diskar að þvo upp.“
Og Mike sagði: „Hver vill
lesa fyrir mig sögu?“
NÆSTU viku gengu heimilis-
störfin undir handleiðslu frú
Engel eins og á sýningu á fyrir-
myndar heimili.
„Ráðskonur eru dásamlegar
manneskjur,“ sagði Jónatari.
„Öll ung hjón ættu 1 rauninni
að hafa eina slíka. Ég held ég
verði að bjóða mig fram við for-
setakjör með þá stefnuskrá.“
„Ég er afbrýðisöm,“ sagði
Anna. „Hún býr til betri mat
en ég. Hún brýtur aldrei neitt.
Hún ryksogar stólana. Hún
strýkur skyrturnar þínar betur
en ég. Hún-------“
Jónatan greip fram í fyrir
henni með löngum kossi. „Hún
getur þó að minnsta kosti ekki
kysst betur en þú!“ sagði hann.
Anna hafði lokuð augun.
Rödd hennar var hlý og mjúk.
„Þú ættir að reyna annan álíka.“
sagði hún. „Ég vil vera alveg
viss.“
Og það gerði hann.
Frú Engel hélt áfram hús-
stjómarnámskeiði sínu. Þegar
hún kom inn með lostætar epla-
steikurnar, sagði Jónatan:
„Þetta er vissulega guðafæða."
„Það hef ég líka alltaf sagt,“
sagði Mike fyrirlitlega. „Hún er
frá himnum!“
EN SVO gerðist nokkuð! Einn
morgun var eins og hlutirnir
væru með jarðneskari blæ. Það
byrjaði þegar Jónatan skar sig
við raksturinn. Hann kom ekki
með sínar venjulegu 'athuga-
semdir um afa sinn, og hann
kvartaði ekki yfir torgbragnum
á baðherberginu. Hann kvartaði
ekki, því það var enginn — þeg-
ar hann leit í kringum sig — til
að kvarta við. Mike sat niðri og
borðaði morgunverð. Anna hafði
fengið sinn í rúmið: „— í rúmið
með rós á bakkanum og ristað
brauð, sem snarkaði í.“
Næsta morgun, þegar Anna
stöðvaði bílinn úti fyrir Hart-
moor-stöðinni, leit Jónatan á úr-
ið sitt. „Drottinn minn dýri!“
sagði hann. „Við erum heilum
OKTÓBER, 1954
23