Heimilisritið - 01.10.1954, Blaðsíða 30
gera. Hún ætlaði beint í skrif-
stofuna og klípa hann í vinstra
eyrnasnepilinn, þar til hann
æpti: „Hjálp!“ Og ef það dygði
ekki, ætlaði hún að fara út og
koma inn aftur og reka upp það
hræðilegasta Tarzan-öskur, sem
nokkurn tíma hafði heyrzt í
virðulegum lögmannsskrifstof-
um Humberfield & Humber-
field. Og ef það dygði ekki held-
ur, ætlaði hún að vefja hand-
leggjunum um hálsinn á honum
og kyssa hann. Og ef það dygði
ekki------.
En svo sat hún allt í einu í
skrifstofunni. Og hún gerði ekk-
ert af því, sem hún hafði ráð-
gert. Jónatan var mjög kurteis.
Eins og hann var gagnvart fólki,
sem hann hitti í fyrsta sinn. Og
það var enn sami harði hljóm-
urinn 1 röddinni.
Önnu varð þungt um hjartað.
Ég hef rétt fyrir mér, hugsaði
hún. Þetta er ekki raunveruleiki.
Það er kvikmynd, og Jónatan
reynir að vera Gregory Peck.
Og ég er------en hún gat ekki
hugsað annað en: Ég er afar
óhamingjusöm.
Þau fóru út og borðuðu sam-
an, Jónatan sat andspænis henni,
og þau töluðu saman,. en ekki
um neitt, sem máli skipti.
Önnu langaði mest til að æpa
til hans: „Ég er ekki viðskipta-
vinur. Hættu að tala við mig
eins og skjólstæðing. Ég er kon-
an þín og elska þig, og ég vil að
þú komir fram við mig eins og
konuna þína.
Þegar þau komu aftur í skrif-
stofuna, stóð Humberfield gamli
í móttökuherberginu. Hann var
virðulegur herra með mikið
grátt hár.
„Nei, þetta var sannarlega á-
nægjulegt, frú Karlby. Gleður
mig að sjá yður.“ Hann sneri sér
að Jónatan: „Ungi maður, þetta
ættir þú að gera oftar. Lög-
mannsskrifstofur eru oftast
fremur dauflegar. Ég hef alltaf
sagt, að það veiti ekki af að fá
svona heimsóknir til að lífga
upp á.“
Anna brosti. „Gaman að sjá
yður aftur, Humberfield. Jóna-
tan hefur lofað að koma með
yður heim til kvöldverðar ein-
hvern daginn, en ég býst við —“
„Og ég kem, hvenær sem þið
bjóðið mér. Ég hef heyrt látið
svo mikið af nýju ráðskonunni
ykkar. Góður matur er minn
mesti veikleiki," sagði hann.
Anna hugsaði í flýti. „Við
skulum þá ekki fresta því leng-
ur,“ sagði hún. „Því þá ekki ann-
að kvöld?“
Jónatan gretti sjg, en Hum-
berfield sleikti út um af til-
hlökkun. „Ágætt!“ sagði hann.
28
HEIMILISRITIÐ