Heimilisritið - 01.10.1954, Blaðsíða 8
sama ár. En þótt ég reyndi að
telja honum hughvarf, lét hann
orð mín sem vind um eyrun
þjóta.
Tveim dögum síðar lét ég
flytja sjúklinginn til Braeburn,
sem að öllum líkindum var bezta
hæli landsins. Það var á yndis-
legum stað, umkringt furuskóg-
um, hátt uppi á hinum lyng-
vöxnu Grampíanhæðum. Hún
var orðin svo sljó og sinnulaus,
að hún maldaði ekki í móinn,
heldur tók það gott og gilt, þeg-
ar ég skrökvaði því að henni, að
dálitlum skika af jörð föður
hennar hefði verið bjargað, þeg-
ar þrotabúið varð, og hún yrði
að verja þessum reitum til þess
að fá heilsluna aftur.
Ég var önnum kafinn við
læknisstörfin og gaf mér sjald-
an tíma til þess að fara upp á
Hæli. En það var annar gestur,
sem kom þangað oftar. Blair fór
þessa löngu leið með lest um
hverja helgi og færði Jean á-
vexti eða blóm, bækur og blöð
til þess að stytta henni stundir.
Eins og til afsökunar sagðist
Ihann gera þetta af velvild til
íiennar, af því að hún væri gam-
all nemandi sinn, en ljóstaði
aldrei upp leyndustu tilfinning-
um sínum.
Þegar hann heimsótti hana,
ræddi hann við hana um bæk-
urnar, sem hún hafði lesið, færði
henni fréttir frá Tannochbrae og
reyndi að gleðja hana og vekja
lífslöngun hennar. Og áður en
hann fór, kom hann við í kyrr-
þey á skrifstofu sjúkrahússins
og greiddi vikureikninginn henn-
ar.
Eftir níu mánuði skrifaði yfir-
læknirinn mér það, að sjúkling-
urinn minn væri albata og mætti
fara af hælinu.
Eftir hádegi næsta sunnudag
ók ég upp að Braeburn. Blair
ætlaði að koma þangað frá Tan-
nochbrae síðar um daginn. Jean
sat einsömul á grasflötinni hjá
hælinu, þegar ég kom, og horfði
á f jöllin í f jarska. Ég þurfti ekki
nema líta snöggvast á hana til
þess að ganga úr skugga um, að
hún væri orðin frísk. Hún hafði
fengið aftur sitt fyrra yfirbragð,
og yfir henni var kvenleg feg-
urð, sem gerði hana meira að-
laðandi en nokkru sinni fyrr. f
svip hennar greindi ég nýjan
þroska, íhygli, sem birtist í bros-
inu, þegar hún heilsaði mér, og
bjó áfram í augunum.
Þegar við höfðum rætt saman
stundarkom, sagði hún hóglát-
lega: „Hvers vegna bjóstu til
þessa sögu? Ég veit núna, hver
greiddi læknishjálpina fyrir
mig. Forstöðukonan sagði það í
ógáti.“
HEIMILISRITIÐ