Heimilisritið - 01.10.1954, Blaðsíða 50

Heimilisritið - 01.10.1954, Blaðsíða 50
Hvað gat ég gert? Og þegar allt kom til alls, var þetta vissu- lega prófraun á ást mína til Neils, að vernda konu hans frá frekari harmi. Svo ég sagði: „Beth, farðu út með börnin 1 nokkra klukkutíma. Það er betra fyrir þig að vera ekki viðstödd." Og ég tók fatnaðinn til. Mig langaði að gráta burt sorg mína, en ég gat það ekki. Sorgin var of djúp. Það var lokað umslag áritað til Önnu Wingham í jakkavasa hans. Ég hætti, undrandi — það var skrift Neils. Ég varð furðu lostin. Auðvitað ætlaði ég ekki að opna það; það var ófrímerkt, og ég ætlaði að fá Önnu það, næst, er ég sæi hana. En ég var hissa — hvað gat Neil verið að skrifa Önnu? Ég varð að vita það. Ég ákvað að opna það. Ég hafði enga afsökun, nema þá, að ef hann minntist á mig, vildi ég vita það. Auk þess var þetta ekki beinlínis að opna póst . . . og máske myndi Anna ekki sjá það. Skrýtið hve margar afsak- anir maður getur hugsað upp til að láta rangt sýnast rétt. Svo ég opnaði bréfið. Betur að einhver hefði aftrað mér! Það var bréf, sem Neil hafði skrifað daginn áður en hann dó. Og ávarpið var: „Elsku Anna.“ Ég las áfram, og það var sem blóðið kólnaði í æðum mér. „Mig langar að hitta þig á föstudagskvöldið, ástin mín. Ég kem á venjulegan stað. Ef ég verð ekki kominn klukkan níu, þá bíddu mín. Þú veizt, að ég er í vandræðum með að losna við Marge. Hún hefur hangið á mér eins og blóðsuga undanfarið. Sé þig bráðum. Sæl, ástin mín. Neil.“ Þetta var allt og sumt. Og það var nóg. í leiðslu hélt ég áfram að taka til fatnaðinn og leggja hann nið- ur í kassa. Ég setti hann út á dyraþrepið svo herfólkið gæti sótt hann. Ég fór, áður en Beth kom. Ég verð að halda áfram, reyna að bæta mig fyrir Steve. Ég verð að horfa framan í fólk, Beth og Önnu, vinkonu mína, sem gerði mér ekki annað en það, sem ég hafði gert annarri konu. Hvernig gat ég hafa verið slíkur heimsk- ingi? „Okkar mikla ást“ — „okk- ar órjúfandi band!“ Hversu mik- ið getur maður lagt á hjarta sitt, og náð sér þó? Við trúum því ávallt, að ,.ást okkar sé öðruvísi". En það er engin ást „öðruvísi“, þegar hún er stolin. Hún er öll eins — ó- hrein og einskis virði. ;i: 48 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.