Heimilisritið - 01.10.1954, Side 50

Heimilisritið - 01.10.1954, Side 50
Hvað gat ég gert? Og þegar allt kom til alls, var þetta vissu- lega prófraun á ást mína til Neils, að vernda konu hans frá frekari harmi. Svo ég sagði: „Beth, farðu út með börnin 1 nokkra klukkutíma. Það er betra fyrir þig að vera ekki viðstödd." Og ég tók fatnaðinn til. Mig langaði að gráta burt sorg mína, en ég gat það ekki. Sorgin var of djúp. Það var lokað umslag áritað til Önnu Wingham í jakkavasa hans. Ég hætti, undrandi — það var skrift Neils. Ég varð furðu lostin. Auðvitað ætlaði ég ekki að opna það; það var ófrímerkt, og ég ætlaði að fá Önnu það, næst, er ég sæi hana. En ég var hissa — hvað gat Neil verið að skrifa Önnu? Ég varð að vita það. Ég ákvað að opna það. Ég hafði enga afsökun, nema þá, að ef hann minntist á mig, vildi ég vita það. Auk þess var þetta ekki beinlínis að opna póst . . . og máske myndi Anna ekki sjá það. Skrýtið hve margar afsak- anir maður getur hugsað upp til að láta rangt sýnast rétt. Svo ég opnaði bréfið. Betur að einhver hefði aftrað mér! Það var bréf, sem Neil hafði skrifað daginn áður en hann dó. Og ávarpið var: „Elsku Anna.“ Ég las áfram, og það var sem blóðið kólnaði í æðum mér. „Mig langar að hitta þig á föstudagskvöldið, ástin mín. Ég kem á venjulegan stað. Ef ég verð ekki kominn klukkan níu, þá bíddu mín. Þú veizt, að ég er í vandræðum með að losna við Marge. Hún hefur hangið á mér eins og blóðsuga undanfarið. Sé þig bráðum. Sæl, ástin mín. Neil.“ Þetta var allt og sumt. Og það var nóg. í leiðslu hélt ég áfram að taka til fatnaðinn og leggja hann nið- ur í kassa. Ég setti hann út á dyraþrepið svo herfólkið gæti sótt hann. Ég fór, áður en Beth kom. Ég verð að halda áfram, reyna að bæta mig fyrir Steve. Ég verð að horfa framan í fólk, Beth og Önnu, vinkonu mína, sem gerði mér ekki annað en það, sem ég hafði gert annarri konu. Hvernig gat ég hafa verið slíkur heimsk- ingi? „Okkar mikla ást“ — „okk- ar órjúfandi band!“ Hversu mik- ið getur maður lagt á hjarta sitt, og náð sér þó? Við trúum því ávallt, að ,.ást okkar sé öðruvísi". En það er engin ást „öðruvísi“, þegar hún er stolin. Hún er öll eins — ó- hrein og einskis virði. ;i: 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.