Heimilisritið - 01.10.1954, Blaðsíða 49

Heimilisritið - 01.10.1954, Blaðsíða 49
aðrar manneskjur, Steve og Beth. Því hjónaskilnaðir komu okk- ur aldrei til hugar. Við gátum ekki lagt heimili okkar 1 rústir. Auk þess átti Neil tvö börn. Svo við héldum áfram og trúðum því, að ást okkar væri eilíf. Trúðum því, að guð hefði valið okkur til að reyna hina sárustu kvöl — ást án vonar. Og þó var hún sæt, ó, hversu sæt ást okkar var — því allir forboðnir ávextir þykja sætast- ir. Og svo var öllu lokið. Ástin, sem í mínum augum var sú dá- samlegasta í heiminum, endaði einn dag, þegar yörubíll rann til á hálku, rakst á bíl Neils og drap hann. Maðurinn minn hafði átt við- skipti við Neil, og lögreglan fann símanúmer hans efst á blaði í vasabók Neils. Svo þeir hringdu til hans, þegar Jeth reyndist ekki vera heima. Steve kallaði strax á mig, hás af geðshrær- ingu. „Farðu yfir um til Beth,“ sagði hann. „Hún er sennilega úti með börnin. Mér þykir fyrir því að biðja þig þess, góða — en þú verður að vera hjá henni.“ Ég hafði engan tíma til að gráta, ég hafði engan rétt til að gráta. Gat ég grátið úr mér aug- un útaf missi elskhuga? Ég varð að bæla niður minn eigin harm til að hjálpa Beth. Það var það örðugasta, sem ég hafði nokkru sinni oi'ðið að gera. . . . Ég hjálpaði henni að annast útförina og gæta barnanna. Og ég var alveg róleg, en það var ekki fyrir neina viljafestu af minni hálfu, heldur var ég of lömuð til að finna til, svo ég gerði allt ósjálfrátt. En þegar líkkista Neils var látin síga niður í gröfina, fann ég sjálfa mig gefa eftir. Mig langaði til að æpa, fleygja mér ofan á hana. Ég neyddi sjálfa mig til að horfa upp í bláan him- ininn, og allt í einu var sem mér létti. Ást okkar hafði verið dá- samleg; hin fullkomna ást. Það var ást, sem við áttum ein, jafn- vel í dauðanum, ég gat ekki deilt henni með neinum, með því að ljóstra upp, að hún hefði verið til. Ég, sem hafði staðið nær Neil en nokkur annar, myndi standa nærri honum að eilífu. Okkar leynda ást myndi endast að ei- lífu — og tengja okkur saman. Viku eftir útförina bað Beth mig bónar. Vildi ég athuga fyrir hana fatnað Neils og ganga frá honum? Hún ætlaði að gefa hjálpræðishernum hann. En hún gat ekki fengið sig til að gera það sjálf. OKTÓBER, 1954 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.