Heimilisritið - 01.10.1954, Síða 49

Heimilisritið - 01.10.1954, Síða 49
aðrar manneskjur, Steve og Beth. Því hjónaskilnaðir komu okk- ur aldrei til hugar. Við gátum ekki lagt heimili okkar 1 rústir. Auk þess átti Neil tvö börn. Svo við héldum áfram og trúðum því, að ást okkar væri eilíf. Trúðum því, að guð hefði valið okkur til að reyna hina sárustu kvöl — ást án vonar. Og þó var hún sæt, ó, hversu sæt ást okkar var — því allir forboðnir ávextir þykja sætast- ir. Og svo var öllu lokið. Ástin, sem í mínum augum var sú dá- samlegasta í heiminum, endaði einn dag, þegar yörubíll rann til á hálku, rakst á bíl Neils og drap hann. Maðurinn minn hafði átt við- skipti við Neil, og lögreglan fann símanúmer hans efst á blaði í vasabók Neils. Svo þeir hringdu til hans, þegar Jeth reyndist ekki vera heima. Steve kallaði strax á mig, hás af geðshrær- ingu. „Farðu yfir um til Beth,“ sagði hann. „Hún er sennilega úti með börnin. Mér þykir fyrir því að biðja þig þess, góða — en þú verður að vera hjá henni.“ Ég hafði engan tíma til að gráta, ég hafði engan rétt til að gráta. Gat ég grátið úr mér aug- un útaf missi elskhuga? Ég varð að bæla niður minn eigin harm til að hjálpa Beth. Það var það örðugasta, sem ég hafði nokkru sinni oi'ðið að gera. . . . Ég hjálpaði henni að annast útförina og gæta barnanna. Og ég var alveg róleg, en það var ekki fyrir neina viljafestu af minni hálfu, heldur var ég of lömuð til að finna til, svo ég gerði allt ósjálfrátt. En þegar líkkista Neils var látin síga niður í gröfina, fann ég sjálfa mig gefa eftir. Mig langaði til að æpa, fleygja mér ofan á hana. Ég neyddi sjálfa mig til að horfa upp í bláan him- ininn, og allt í einu var sem mér létti. Ást okkar hafði verið dá- samleg; hin fullkomna ást. Það var ást, sem við áttum ein, jafn- vel í dauðanum, ég gat ekki deilt henni með neinum, með því að ljóstra upp, að hún hefði verið til. Ég, sem hafði staðið nær Neil en nokkur annar, myndi standa nærri honum að eilífu. Okkar leynda ást myndi endast að ei- lífu — og tengja okkur saman. Viku eftir útförina bað Beth mig bónar. Vildi ég athuga fyrir hana fatnað Neils og ganga frá honum? Hún ætlaði að gefa hjálpræðishernum hann. En hún gat ekki fengið sig til að gera það sjálf. OKTÓBER, 1954 47

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.