Heimilisritið - 01.10.1954, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.10.1954, Blaðsíða 6
jarðar og dvöldum saman í leyf- unum. Kvöld nokkurt, þegar ég kom inn í íbúð hans að honum óvörum, sat hann við skrifborð sitt og horfði á mynd — það var stækkuð augnabliksmynd af Je- an, um það varð ekki villzt jafn- vel úr fjarska. Hann hrökk við og leit upp, og ég sá, að augu hans voru rök. Það varð þögn. „Jæja,“ sagði hann að lokum lágri röddu, „ef þú hefur ekki getið þér þess til fyrr, þú veiztu nú leyndarmál mitt. Ég ætla að biðja þig að þegja yfir því.“ Hann bætti við: „Hún opinber- aði með Orr í dag.“ Brúðkaup Jeans var haldið með mikilli viðhöfn, og það kost- aði drjúgan skilding eins og slúðurtungurnar orðuðu það. Að hveitibrauðsdögunum liðn- um settust hin hamingjusömu hjón að í Edinborg og bárust talsvert á. Mjög hafði þótt jafnt á með þeim komið. En eftir fá- eina mánuði komst sá orðrómur á kreik, að hjónabandið væri ekki gott. Bæði voru þau ein- þykk í lund. Deilur, sem jöfn- uðust í fyrstunni vegna hold- legrar ástar þeirra, urðu æ tíð- ari, og þá líktist eiginmaðurinn ekki lengur glæsilegum riddara, heldur dramblátum harðstjóra. Þar sem okkur Orr hafði aldrei geðjazt hvorum að öðrum, kom ég sjaldan á heimili þeirra, en eitt sinn, þegar ég var að flýta mér heim af sjúkrahúsinu, mætti ég Jean í Prinsstræti og hnykkti við, þegar ég sá, hversu vansæl hún var á svipinn. Síðan liðu nokkur ár, og Dal- rymple gamli, faðir Jeans, dó. Orr, sem var kaupsýslumaður, tók að sér að ráðstafa jarðeign- inni, sem var allmikils virði. Upp frá því fór mér að berast til eyrna, að hann lifði útslátrar- sömu lífi, svo að ég óttaðist að Jean ætti ekki sjö dagana sæla. Meðan Orr beið eftir arfi kon- unnar, sleppti hann ekki alveg fram af sér beizlinu, en þegar hann hafði fengið arfinn, sá hann enga ástæðu til þess að leggja á sig hömlur. Meðán þessu fór fram, fór staða Gavins í Tannochbrae smám saman batnandi. Atorka hans og einlægni hafði aflað honum margra vina, og þó að sjálfstraust hans virtist ekki vaxa, kom hann fram með meiri einbeitni gagnvart nemendum sínum. Enn liðu tvö ár 1— og að þeim liðnum var ég kvæntur og kom- inn í gott læknisembætti í út- jaðri borgar. Kvöld nokkurt í desembér, þegar ég hafði lokið læknisstörf- um mínum, var dyrabjöllunni 4 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.