Heimilisritið - 01.10.1954, Side 42

Heimilisritið - 01.10.1954, Side 42
um alla Evrópu. Nú hefur unn- izt sigur á henni, og ekki einung- is það, heldur hefur orsök henn- ar verið hagnýtt til fæðingar- hjálpar. Frá níundu til fjórtándu ald- ar, og í nokkru minna mæli allt fram á nítjándu öld, var ein af farsóttunum plága sú, er kallast mátti ennþá hræðilegri en holds- veikin. Hún var kölluð „heilag- ur eldur“, „vítiseldur“, eða „eld- ur hins heilaga Antóniusar“. Síðasta nafnið kom upp á elleftu öld, þegar stofnuð var regla heilags Antóníusar til þess að annast slíka sjúklinga. Á hinum kaþólsku miðöldum hafði sérhver sjúkdómur sinn verndardýrling, alveg eins og Rómverjar gáfu hverjum sjúk- dómi sinn Guð. Dýrlingar þessir voru álitnir hafa vald til þess, bæði að veita sjúkdóminn og lækna hann. Samband dýrlings við ein- hvem sérstakan sjúkdóm fór oft eftir því, hvernig dauða dýr- lingsins bar að höndum. St. Agattin var pynduð ógurlega áð- ur en hún var drepin. Brjóstin voru skorin af henni. Þar af leið- andi féllu sjúkdómar í brjóstum kvenna í hennar umsjá, og var hún verndardýrlingur kvenna, sem höfðu barn á brjósti. St. Apollonía var kjálkabrot- in og tennur hennar mölvaðar, og til hennar beindi fólk bænum sínum er það þjáðist af tannpínu. Á myndum hélt hún á tönn eða tanntöngum í hendi. Fyrir kom og, að sjúkdómur- inn var nefndur eftir verndar- dýrlingi sínum, svo sem eins og St. Vitus-dans og eldur St. Antó- níusar. En þessi sjúkdómur. St. Antóníusar-eldur, yar til í ýms- um myndum. stundum réðist hann á innýflin og sjúklingur- inn leið miklar þjánigar og dó fljótlega. Venjulegast kom sjúk- dómurinn í útlimi, ískuldi hljóp í hendur og fætur, en brunakval- ir fylgdu á eftir. Limirnir urðu svartir eins og þeir væru að brenna upp af innra eldi, visn- uðu síðan og duttu af. Sumir, sem fengu sjúkdóminn á þenn- an hátt, dóu, en margir náðu sér aftur, örkumla og vanskapaðir og höfðu stundum misst alla út- limi, svo að ekkert var eftir nema bolurinn og höfuðið. Harð- ast kom sjúkdómurinn niður á vanfærum konum, og fósturlát fylgdi jafnvel hinum vægustu tilfellum. Allt til loka sextándu aldar voru pílagrímsferðir til skríns heilags Antóníusar. Þar komust þeir í umsjá þeirra heilögu manna, sem báru sem einkenn- ismerki bókstafinn T á vinstri 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.