Heimilisritið - 01.10.1954, Síða 21

Heimilisritið - 01.10.1954, Síða 21
KANNSKE VAR HÚN ENGILL! Saga eftir PETER STIRLING CARDOZA . ÞAU VÖKNUÐU snemma við að sólin skein í augun á þeim. Jónatan stundi, velti sér á hina hliðina og gróf andlitið í stórum koddanum. v „Það getur blátt áfram ekki verið kominn morgun svona snemma!" sagði Anna. Hún tók höndunum fyrir augun og sagði í ieikaratón: „Þessi birta er allt- of sterk.“ Djúpt neðan úr koddanum heyrðist rödd Jónatans. „Umm! Hefði ég vitað, að það væri film- stjarna, sem ég svaf hjá, myndi ég hafa farið í purpurarauðu náttfötin mín.“ Anna velti sér um hrygg. „Jónatan, ég þoli ekki þetta hótel! Herbergin eru svo — svo úff! Þjónustan er ómöguleg, og hver hefur nokkurn tíma heyrt um hótelherbergi með morgun- sól?“ Jónatan stundi aftur. ■ „Ég er viss um, að þú hefur OKTÓBER, 1954 Hjónaband þeirra Var eins og ferÖ í rennibraut — það geJzk. upp og niður — en þau skemmtu sér alltaf prýÓilega. farið með hinar konurnar þínar á Ritz eða Waldorf eða---- Hún þagnaði allt í einu, og hann gat næstum heyrt hana hugsa: „Elskan mín, óskarðu stundum, að þú ættir aðrar konur?“ Hann lyfti andlitinu upp af koddanum, eins og hann hefði synt í kafi og kæmi upp til að anda: „Auðvitað,“ sagði hann. „Afi sagði alltaf, að hver mað- ur með nokkra virðingu fyrir sjálfum sér ætti að eiga minnst þrjár konur.“ „Afi þinn! Ég efast um, að þú hafir átt nokkum afa!“ „Allt fólk á afa.“ „Stundum hleypur það yfir einn ættlið,“ sagði hún. „Af 19

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.