Heimilisritið - 01.02.1957, Blaðsíða 45

Heimilisritið - 01.02.1957, Blaðsíða 45
„Eina,“ sagði hún, fremur dap- urlega. Jeff fórnaði höndum. „Eina! Hamingjan sanna!“ Hann hló gleðisnauðum hlátri og klappaði á töskuna hennar. „Hvað, ef ég væri að selja þetta dót, myndi það renna út eins og heitt flot.“ „Ég hefði gaman af að sjá yð- ur gera það,“ sagði hún. Hún blés hárlokk frá andlit- inu. „Allt í lagi,“ sagði hún, „því skyldum við ekki?“ „Því ekki hvað?“ „Skipta um,“ sagði sú ljósa. „Ég mála, þér seljið pensla. Það myndi að minnsta kosti skera úr deilunum, þó ekki væri annað.“ Jeff gekk fram og aftur og neri hnakkann á sér. Loksins stanzaði hann og horfði framan í hana. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Gerum það. Það er tilbreyting, að minsta kosti. Og vel á minnst, ég vinn mér inn ofurlítið af pen- ingum með því. Ég get notað þá.“ Sú ljósa opnaði töskuna. „Auð- vitað framleiðir Slicko Bursta- gerðin ekki einungis málara- pensla fyrir listamenn, heldur alla hugsanlega bursta og pensla.“ „Já, einmitt,“ sagði hann. „Burstar til að sópa með, hreinsa bíla, mála allt milli him- ins og jarðar, frá húsum til augnhára," hélt hún áfram. „Ekki er það verra,“ sagði Jeff. „Ég sel, hverjum sem er, ekki einasta listamönnum." „Það eigum við nú eftir að sjá,“ sagði hún blítt. „Sömuleiðis myndina hjá yð- ur,“ sagði hann. „Jæja, gangi yður vel, Rembrant." Hann tók um hönd hennar og hélt henni. „Nafnið er Anna Sedgwick,“ tilkynnti hún og dró höndina hægt að sér. „Gleður mig að kynnast yður, Anna. „Ég heiti Jeff Manley.“ „Gleður mig að sjá yður, Jeff. Ó, — áður en þér farið með tösk- una, má ég fá einn pensil . . .?“ „Því miður, aðeins sýnishorn,“ sagði hann brosandi. „Ef þér kærið yður um að gera pöntun, er mér ánægja að veita yður af- slátt. Auðvitað, með yðar aug ljósu snillingshæfileika . . .“ „Hvernig vitið þér, að ég sé snillingur?“ spurði hún. „Ég veit það ekki,“ sagði Jeff. „Þetta er sölumannstal. Þér ætt- uð að reyna það sjálf einhvern daginn. Blessuð og sæl.“ Það var liðið á dag, þegar hann kom aftur upp á loftið. Iiann gekk borginmannlega og blístrandi inn. Anna, klædd mál- araslopp, leit snöggvast upp frá verkinu. HEIMILISRITIÐ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.