Heimilisritið - 01.02.1957, Síða 59

Heimilisritið - 01.02.1957, Síða 59
vctr ein aí þessum óþroskuðu fíkjum, sem mæta manni á miðri leið, ef svo mætti segja, og eru komnar út um mann allan áður en maður veit af. Þetta var óspillt- ur gróðurhússávöxtur, en þó tókst henni prýðilega að villa á sér heimildir. Maður varð helzt að bíta í hana og sjúga í sömu and- ránni. Fyrir mér hefur ætíð verið eitthvað dularfullt við tilhugsun- ina um þennan mjúka, hnöttótta ávöxt. Ég get aldrei gleymt hon- um, þó ég reyndi. Og þegar ég hafði etið allt, sem var ætilegt á honum, var enn eftir steinninn, sem kærulaus og hugsunarlaus krakki myndi efalaust fleygja í burtu; ég lét hann niður í háls- málið á kunningja, sem var í mjög flegnum sjóliðabúningi. Ég sagði honum að það væri dor- dingull, og eftir hvemig hann æpti og ólmaðist, trúði hann því ber- sýnilega, þó mér sé óskiljanlegt hvar drengbjáninn hefur haldið að ég gæti náð í lifandi dordingul í garðboði. Allt í allt er mér þessi h'kja óafmáanleg og ánægjuleg minning —" Hinn gersigraði hafði þegar hér var komið hörfað úr heymarfæri, huggandi sjálfan sig við þá til- hugsun, að teboð, sem hefði í för með sér návist Klovis gæti reynst vafasamur ávinningur. „Ég ætti vissulega að geta komist á þing," sagði Klovis við sjálfan sig, þegar hann hélt léttur í lund til móts við frænku sína. „Ég myndi verða ómetanlegur til að tala gegn óþægilegum laga- fmmvörpum." ★ SMÆLKI Mike kom askvaðandi inn í krána og kallaði: „Timmy, félagi, láttu mig hafa þrjú glös af viský áður en óltstin byrja.“ Timmy lét hann fá sin glös og spnrði svo: „Mike, hvaða ólœti áttu við og hvencer byrja þau?" „Núna strax," fnllvissaði Mike hann um. „Ég er ekki með grcenan eyri t vasanum.” göngull — aðeins dálítið nœrsýnn, skiljið þér! HEIMILISRITIÐ 57

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.