Heimilisritið - 01.02.1957, Blaðsíða 51

Heimilisritið - 01.02.1957, Blaðsíða 51
bjargaði þannig lífi hennar og lífi litla barnsins ykkar? Það var ég, Mwangi. Manstu það ekki leng- ur? Maðurinn á stofugólfinu starði til jarðar og virtist ekki treysta sér til að mæta augnaráði gömlu konunnar, húsmóður sinnar: — „Verði ég ekki búinn að fram- kvæma skipun þeirra klukkan tvö f nótt, þá koma þeir og drepa mig,“ sagði hann loks svo lágt að gamla konan heyrði það naumast. „Klukkan tvö í nótt? Nú þá held ég að þú hafir aldeilis nægan tíma til stefnu. Núna er klukkan ekki nema rúmlega tíu. Ekkert held ég að liggi nú á. Þú hefur þá alveg nægan tíma til að útskýra það ná- kvæmlega fyrir mér, hvers vegna þú ætlar að binda endi á mitt ve- sæla líf.“ Gamla frú Eriksen þagði um stund og horfði spyrjandi á blökkumanninn, en svo brosti hún; — „Kannske er það vegna þess, að Bwanna kastaði sér í fljótið og bjargaði liílu stúlkunni þinni, þeg- ar hún var alveg komin að því að drukkna? — Manstu eftir því Mwangi ? Eða er það kannske vegna þess að við gáfum þér korn, þegar engispretturnar höfðu étið og eyði- lagt alla uppskeruna þína? Ann- ars ertu kannske búinn að gleyma þessum gömlu, ómerkilegu við- burðum?“ „Nei, ég man þetta allt. Það var fyrir ellefu árum,“ sagði nú innfæddi maðurinn. „Já, alveg laukrétt hjá þér, Mwangi. Það var einmitt fyrir ellefu árum. Þú veizt að ég gleymi svo fljótt öllum tölum. Það var sama árið og þau Solveig og John giftust. Og einmitt þetta sama ár varðst þú afi, en ég amma. Dótíir þín eignaðist stúlku og Solveig eignaðist líka stúlku. En þú varst nú samt heppnari, því að þú get- ur selt dótturdóttur þína, þegar hún kemst á legg, en þegar dóttur- dóttir mín verður stór, eignast hún einhvern Bwanna og þá verð ég að halda mikla veizlu, eins og þegar þau Solveig og John giftust.“ UM STUND þögðu þau bæði og gamla konan beindi athygli sinni að prjónunum sínum, en svo leit hún aftur upp: „Þú skyggir enn- þá á mig. Færðu þig til hliðar. Já, veizlan fór prýðilega fram, en svo — svo hálfu ári síðar . . .“ Hún lagði prjónana frá sér og horfði á þeldökkt andlit manns- ins: — „0, Mwangi. Manstu eft- ir því?“ Rödd hans titraði: — „Já, ég var að þvo upp leirtauið, en þú varst að hnoða deig. Þá kom allt KEIMILISRITIÐ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.