Heimilisritið - 01.02.1957, Blaðsíða 19

Heimilisritið - 01.02.1957, Blaðsíða 19
fuglarnir að ókyrrast og líta upp frá froskaveiðinni. Jimmy lá grafkyrr og lét ekkert á sér kræla. Svo, eftir fimm mínútur, hélt hann áfram að læðast nær. Tvisvar á næstu tuttugu metr- um varð hann að leggjast niður sem dauður væri. Svo kastaði hann búmeranginu og það þaut í átt til fuglanna. Þeir tóku klunnalega til vængjanna og görguðu mikinn. Snúandi bú- merangblöðin skáru gegnum fæt- urna á einum, um leið og hann lyfti sér, og hann féll með bað- andi vængjum niður í vatnið. Án þess að hægja nokkuð á sér hélt búmerangið fluginu á- fram og hjó gegnum langa legg- ina á tveim öðrum fuglum, svo var eins og því væri stjórnað af radar frá svarta manninum, því það þaut allt í einu upp á við með um fjörutíu og fimm gráðu halla, beint í fuglahópinn fyrir ofan og sló niður þrjá fugla til viðbótar. Það hitti síðasta fugl- inn fast, missti ferðina og hrap- aði eins og stjórnlaus flugvél niður í tjörnina. Hvernig fóru þessir einföldu steinaldarmenn að finna upp svona undravert vopn? Ef þeir eru spurðir, segja þeir, að guð- irnir hafi sent það af himnum ofan. Það er næstum víst, að búme- rangið hefur þróazt frá kast- stafnum, sem snýst á fluginu. Kaststafurinn flýgur lárétt í 150 metra eða svo, og beygir lítið eitt til vinstri, en undir lok flugsins hækkar hann sig skyndilega og dettur síðan til jarðar. Ég er þeirar skoðunar, að frumbyggjar Ástralíu hafi þekkt búmerangið árþúsundum saman. Enginn veit, hvaðan þetta fólk er upphaflega komið. Ýmislegt bendir til, að þeir séu ættaðir frá Asíu. í Ástralíu eru víða skóglítil svæði, og búmerang er einkum heppilegt veiðitæki gegn fuglum á opnu, trjálausu landi. Ástralíusvertingjar nota bú- merang ekki aðeins sem vopn, heldur sem leikfang. Smásnáðar byrja því að æfa sig, og halda því áfram, unz þeir ná ótrúlegri leikni. Ég hef séð þá láta búmerang fara í fimm hringi, áður en það sneri heim til handanna á þeim. Þeim, sem hafa hug á að reyna þetta undraverða tæki, vil ég segja tvennt. í fyrsta lagi er af- ar erfitt orðið að ná í ekta bú- merang. Mest af þeim, sem seld eru í Ástralíu og annarsstaðar, eru lélegar eftirlíkingar. Til að ná í ekta búmerang þarf máske að fara til norðvesturodda HEIMILISRITIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.