Heimilisritið - 01.02.1957, Blaðsíða 54

Heimilisritið - 01.02.1957, Blaðsíða 54
Eriksen frá Forest-búgarðinum, er ekki svo?“ Hann benti á einn stólinn: — „Viljið þér ekki fá yður sæti, frú Eriksen ? Hvað er það svo, sem yður ligg- ur svo mjög á hjarta?“ spurði hann, þegar gamla konan var sezt. „Aðan, þegar ég sat og prjón- aði inni í stofunni minni, kom inn- fæddi ráðsmaðurinn okkar inn til mín. Hann var með sveðju í hend- inni og kvaðst hafa skipun frá Mau-Mau um að drepa mig.“ „Hvernig komst hann inn í stof- una? Höfðuð þér ekki læst að yð- ur?“ „Nei, ég hafði alveg gleymt því.“ Hann hleypti brúnum: — „Vor- uð þér vopnuð?“ „Nei, ég hafði gleymt að taka byssuna út úr skápnum. Eg var svo önnum kafin við að hjálpa dóttur minni og tengdasyni við að búa sig á dansleik í klúbbnum.“ „Dansleik í klúbbnum? Virðist yður það ekki ófyrirgefanlegt kæruleysi núna á þessum viðsjár- verðu tímum? Þér vitið, að gam- alt fólk má ekki vera skilið eitt eftir, þegar dimmt er orðið á kvöldin.“ „Gamalt fólk? Ungi maður, ég er aðeins 68 ára.“ „Eg meina eldra fólk,“ sagði lögregluforinginn og fór hjá sér. „Að minnsta kosti hefði dóttir yð- ar og tengdasonur átt að sjá um það, að . . .“ „Hlustið nú á mig,“ sagði hún. — I síðastliðin tvö ár hafa þau ekki brugðið sér út af búgarðin- um í eitt einasta skipti. Vitið þér hvað það þýðir í raun og veru? Vitið þér hvað það er, að sitja kvöld eftir kvöld með skammbyss- una reiðubúna til skots, hlusta út í myrkrið og búast á hverri stundu við lymskulegri árás? Maður þorir naumast að kveikja á viðtækinu, því að það veldur hávaða. I tvö ár hafa þau þannig gæít mín og bú- garðsins. En í morgun barði ég loks hnefunum í borðið og sagði við þau: „Þið eruð ung og þið verðið að skemmta ykkur ofurlít- ið. — Nú farið þið á dansleik í kvöld.“ Þetta er nefnilega síðasta kvöld- ið, sem þau hafa nokkurn mögu- leika til slrks. A morgun koma börnin þeirra tvö heim úr heima- vistarskólanum og þá verður líka að gæta þeirra. Það var sjálfri mér að kenna, að ég skyldi gleyma byssunni í skápnum og skilja dyrn- ar eftir ólæstar." Lögregluforinginn brosti vin- gjarnlega: „Það var ekki ætlun mín að særa neinn, frú Eriksen. Hvað viljið þér svo að við ger- um? „Fyrst verð ég að koma Mwangi 52 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.