Heimilisritið - 01.02.1957, Page 19

Heimilisritið - 01.02.1957, Page 19
fuglarnir að ókyrrast og líta upp frá froskaveiðinni. Jimmy lá grafkyrr og lét ekkert á sér kræla. Svo, eftir fimm mínútur, hélt hann áfram að læðast nær. Tvisvar á næstu tuttugu metr- um varð hann að leggjast niður sem dauður væri. Svo kastaði hann búmeranginu og það þaut í átt til fuglanna. Þeir tóku klunnalega til vængjanna og görguðu mikinn. Snúandi bú- merangblöðin skáru gegnum fæt- urna á einum, um leið og hann lyfti sér, og hann féll með bað- andi vængjum niður í vatnið. Án þess að hægja nokkuð á sér hélt búmerangið fluginu á- fram og hjó gegnum langa legg- ina á tveim öðrum fuglum, svo var eins og því væri stjórnað af radar frá svarta manninum, því það þaut allt í einu upp á við með um fjörutíu og fimm gráðu halla, beint í fuglahópinn fyrir ofan og sló niður þrjá fugla til viðbótar. Það hitti síðasta fugl- inn fast, missti ferðina og hrap- aði eins og stjórnlaus flugvél niður í tjörnina. Hvernig fóru þessir einföldu steinaldarmenn að finna upp svona undravert vopn? Ef þeir eru spurðir, segja þeir, að guð- irnir hafi sent það af himnum ofan. Það er næstum víst, að búme- rangið hefur þróazt frá kast- stafnum, sem snýst á fluginu. Kaststafurinn flýgur lárétt í 150 metra eða svo, og beygir lítið eitt til vinstri, en undir lok flugsins hækkar hann sig skyndilega og dettur síðan til jarðar. Ég er þeirar skoðunar, að frumbyggjar Ástralíu hafi þekkt búmerangið árþúsundum saman. Enginn veit, hvaðan þetta fólk er upphaflega komið. Ýmislegt bendir til, að þeir séu ættaðir frá Asíu. í Ástralíu eru víða skóglítil svæði, og búmerang er einkum heppilegt veiðitæki gegn fuglum á opnu, trjálausu landi. Ástralíusvertingjar nota bú- merang ekki aðeins sem vopn, heldur sem leikfang. Smásnáðar byrja því að æfa sig, og halda því áfram, unz þeir ná ótrúlegri leikni. Ég hef séð þá láta búmerang fara í fimm hringi, áður en það sneri heim til handanna á þeim. Þeim, sem hafa hug á að reyna þetta undraverða tæki, vil ég segja tvennt. í fyrsta lagi er af- ar erfitt orðið að ná í ekta bú- merang. Mest af þeim, sem seld eru í Ástralíu og annarsstaðar, eru lélegar eftirlíkingar. Til að ná í ekta búmerang þarf máske að fara til norðvesturodda HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.