Heimilisritið - 01.03.1957, Page 10

Heimilisritið - 01.03.1957, Page 10
sinni kveikir hann í verksmiðju hans. Silva hefur sterkan grun um það, hver hafi kveikt í verk- smiðjunni og hann fer heim til Archie til að komast að hinu sanna. Hann fær ekki aðeins staðfestan grun sinn, heldur kynntist hann einnig Baby Doll . . Þegar Archie kemur heim, hefur hann misst Baby Doll fyrir fullt og allt, og þegar hann hótar elsk- endunum í reiðikasti með veiði- byssu, kemur lögreglan og hand- tekur hann. . . . KVIKMYNDIN gerist í Suður- ríkjunum og á að sýna veikleika mannlegrar náttúru og hnignun menningar í Suðurríkjunum. Sag- an er sögð með mörgum útúrdúr- um og dylgjum um kynferðislífið, og leikaramir Carroll Baker, Karl Malden og Eli Wallach, sem fara með aðalhlutverkin, lifa sig mjög inn í hlutverkin og leika með sterkum tilfinningum undir leik- stjórn Elia Kazan. Þessari nýju kvikmynd hefur verið tekið mjög misjafnlega. Myndin hefur nýlega verið frum- sýnd í Bretlandi og þar sagði forstöðumaður kvikmyndeftirlits kaþólsku kirkjunnar, séra John Burke: „Frá siðferðilegu sjónarmiði skapar þessi kvikmynd tæplega jafn mikið vandamál hér eins og í Bandaríkjunum." ★ 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.