Heimilisritið - 01.03.1957, Síða 13

Heimilisritið - 01.03.1957, Síða 13
 Pier Angeli Marisa Pavan Fæddar með tíu mínútna millibili ÞÆR ERU frægustu tvíburar í heimi, systur Pier Angeli og Marisa Pavan. Bob Hope he.fur sagt um þær: ,,Undantekningin sannar regl- una varðandi þessar tvær, sem koma frá Rómaborg: Allar leiðir liggja til Hollywood.'' Pier Angeli fæddist tíu mínút- um á undan tvíburasystur sinni, og hún heitir í raun og veru Anna Maria Pierangeii. Hún var „uppgötvuð" af til- viljun. Faðir hennar, sem er verkfræðingur, leigði hús í Róma- borg, sem var í eigu einnar mestu stjörnu Italíu frá tímum þöglu kvikmyndanna, en hún heitir Rina de Ligouri greifafrú. Einn af leigjendum hennar var franski leikstjórinn Léonide Moguy, sem tók nokkur herbergi á leigu þegar hann kom til Róma- borgar til þess að gera myndina ,,Á morgun er það of seint". Hann sagði greifrúnni frá því, að hann væri að leita að óþekktri stúlku til þess að fara með hlut- verk stúlkunnar Mirellu, og greifafrúin stakk strax upp á því, að hin yndislega, unga stúlka, sem hún hafði kynnzt hjá hinum MARZ, 1957 11

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.