Heimilisritið - 01.03.1957, Síða 17

Heimilisritið - 01.03.1957, Síða 17
málafræði, og á langri ævi hafði hann eignast bókasafn, sem upp á síðkastið rúmaðist varla á hans eigin heimili. Nú, þegar Mary var dáin og hann bjó sjálfur í minnsta herbergi leiguhússins, voru . blessaðar bækurnar bein- línis húsviltar. Spry tipplaði að einni bóka- hillunni og rýndi nærsýnn á bókakilina. Sem fyrrverandi bókavörður hristi hann vonleysis- lega höfuðið. Ekkert kerfi, engin regla ... allt milli himins og jarð- ar, allt frá „Svört fegurð" til „Geo- metri Eucldis". „Hve oft á ég að segja, að hér hafið þér ekkert að gera, hr. Spry!" sagði frú Thomas reiði- lega frá opnum dyrunum. „Ung- .frú Pringle hefur stranglega bannað, að nokkur hreyfi bæk- umar. Hún krefst þess meira að segja að þurrka sjálf af þeim rykið." „Synir mínir myndu verða svo glaðir, ef þeir gætu heimsótt mig í þetta viðfelldna herbergi," taut- aði Spry afsakandi. „Þá sé ég ekki annað ráð en að þér teljið ungfrú Pringle á að flytja," svaraði frú Thomas hlut- tekningarlaust. Spry tölti aftur inn í sitt litla herbergi og settist á rúmið. Ann- arshugar gældi hann við bókina, sem hann hélt á í höndunum. Hvernig í ósköpunum átti hann að koma Pringle út? Ef hún tæki sig nú til og giftist? Já, en hverj- um? Abbott? Æ, að fá ungfrú Pringle og Abbot hnýtt saman, myndi verða álíka erfitt og pakka tveim melónum inn í sama papp- írsblaðið. Hlédræg og óálitleg eins og þau vom, veittu þau hvort öðru nákvæmlega jafn litla athygli og aðrir veittu þeim. Og þó hafði hann þá undar- legu tilfinningu, að þau tvö ættu saman með einhverjum • hætti. Hugsunin gerði hann ruglaðan, af því allt annað lá vel raðað og flokkað í bókavarðarheila hr. Sprys. Sem safnari og glæpamála- fræðingur settist hann nú við að klippa lögreglu-sakamálaréttar- fregnir út úr gömlum blöðum með skærum. En nokkur hluti af scd- fræðiheila hans fékkst þó enn við vandamálið: ungfrú Pringle og Abbott. Honum kom í hug kvikmynd, sem hann hafði péð nýlega, þar sem tvær ómerkileg- ar manneskjur höfðu fundið hvor aðra og síðan lifað hamingjusöm alla ævi síðan. Hann lét s!".ærin síga. Ungfrú Pringle og Abbott urðu að fá augun upp hvort íyrir öðru. Því varð hann að koma til leiðar. UM KVÖLDIÐ virti hann ungfrú MARZ, 1957 15

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.