Heimilisritið - 01.03.1957, Side 19

Heimilisritið - 01.03.1957, Side 19
an vakti af tilviljun athygli hans, og hann lagðist á rúmið til að rifja hana upp fyrir sér. En aug- un fylgdust ekki með lesmálinu. Hann kunni líka reyndar málið á fingrum sér — hvernig háa velbúna daman hafði daðrað við dyravörðinn, meðan félagi hennar ógnaði gjaldkeranum til að afhenda peningana. Augu Sprys hvörfluðu aftur að blaðaúrklippunum. Bankagjald- kerinn hafði gefið góða lýsingu á hinum framtakssama, litla manni: vel búinn, snyrtilegur með fallegt yfirskegg. Dyravörð- urinn hafði skýrt frá, að hávaxna daman hefði verið rauðhærð. Það var svo hljótt í litla her- berginu, að Spry heyrði sitt eigið hjarta slá, og það lét óhugnan- lega í eyrum. Abbott og yfir- skeggið. Ungfrú Pringle og rauða hárið ... Það voru einkennin, sem komu fram í hug hans, af því hann hafði lesið um þetta af- brot fyrir þrem mánuðum, og af því undirvitund hans hafði sagt honum, að þessi tvö ættu saman með einhverjum hætti. Og ráns- fengurinn? Peningarnir? Bækurn- ar, sem valdar voru af handa- hófi, fengu allt í einu sína þýð- ingu líka. Snemma næsta dag stóð Spry í herbergi ungfrú Pringle og mældi tómar hillumar, — og skeytti ekkert um leynilögreglu- mennina og ljósmyndarana, sem þyrptust um hann. Tveir leyni- lögreglumenn höfðu enn ekki lokið að fletta bókum ungfrú Pringle og tína úr þeim tuttugu dollara seðlana, sem stungið var inn milli blaðanna. ,,Þetta var reyndar frumlegur felustaður,'' sagði lögreglufulltrú- inn. Hann hleypti brúnum og leit á Spry. „Hvernig í ósköpunum datt yður þessi möguleiki í hug?" Spry hripaði niður mál og stakk tommustokknum í vasann. „Það kom heldur ekki alveg af sjálfu sér. Bækurnar fræddu mig um það. , * Mannasiðir Eggert Gilfer tónlistarmaður og skáksnillingur cr hið mesta prúð- mcnni, og kurteis svo af ber. En hann er stundum viðutan eins og títt er um rnikla hugsuði. Eitt sinn var hann að koma úr harðri skák- keppni í Þórskaffi seint um kvöld, og gekk niður Hverfisgötu. Þegar hann kom á móts við Bjarnaborg lagði hann leið sína yfir götuna og gekk beint á húsið. Eggcrt tók ofan og sagði: ,,Afsakið“, og hélt áfram ferð sinni. MARZ, 1957 17

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.