Heimilisritið - 01.03.1957, Síða 24

Heimilisritið - 01.03.1957, Síða 24
þyngzt um fimm pund. Ég sef eins og úlfaldi og er búinn að fá fína stöðu. En ég get auðveld- lega gert mér í hugarlund, að þú botnir ekki neitt í neinu. Nei, það geri ég svo sannar- lega ekki. Segðu mér nú — hver var þessi stúlka, sem þú varst með uppi á herberginu þínu? Hann leit á úrið sitt og sagði: — Bea hlýtur að koma hing- að eftir andartak. Mig langar til að þú hittir hana. — Segðu mér, Harry. Ertu orðinn bandvitlaus? — Ekki alveg. En ég held, að ég geti sagt, að ég hafi verið óvenju heppinn. Agnes var í marga staði fyrirtaks stúlka, en hún var alltof spurul. Það var það, sem að henni var, hélt Harry áfram. Annars var svo svo sem ekkert út á hana að setja. Hún var jafn falleg í sund- bol og göngudragt, lék tennis ágætlega og golf allvel. Hún las hæfilega mikið, fórnaði miklum tíma í velgerðastarfsemi og lét ekki á sér standa, þegar um pen- ingasöfnun til fátækra var að ræða. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín, en krafðist þess í stað einnig mikils af öðrum. Og hún var svo frámunalega tiltektasöm. Ef manni hitnaði í hamsi og brýndi raustina við hana„ leit hún niður og sat þann- ig lengi án þess að segja orð. Það gátu liðið margar mínútur áður en hún opnaði munninn og þetta fékk mann til að finnast maður vera ruddalegur og óhefl- aður náungi. „Þegar þú hrópar svona upp yfir þig,“ átti hún til að segja, „stendur þessi hræðilegi atburð- ur, sem ég upplifði á sínum tíma, mér ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum.“ Það, sem hún vitnaði í var, þegar hún var trúlofuð — ekki í fyrsta sinn, heldur annað. Fyrsti unnustinn hennar hafði aldrei nokkurn tíma verið há- vær. Hann hafði leitað til flösk- unnar, dregizt meira og meira inn í sjálfan sig og að lokum horfið í rólegheitum. En hinn hafði hrópað eins og óður mað- ur í meira en hálftíma áður en hann pakkaði saman og fór. Harry hafði þess vegna alltaf haft gát á að tala ekki of hátt. Og ef hann varð þess var, að eitthvað var henni ekki að skapi, sá hann um, að það endurtæki sig ekki. Uppfrá þeim degi, er hún leit svo undarlega á hann, þegar hann fékk sér þriðja glas- ið af Martini, fékk hann sér sam- kvæmt því aldrei meira en tvö. Og væru þau saman á skemmt- un, gætti hann þess að dansa aldrei meira en tvisvar við sömu 22: HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.