Heimilisritið - 01.03.1957, Side 26

Heimilisritið - 01.03.1957, Side 26
Agnesi I klúbbnum, sagði hún. Finnst þér ég dansa eins vel og Joise Lomand? — Nei, heyrðu mig nú! Get- um við ekki tekið Joise Lomand út af dagskrá! Ég hefði aldrei átt að segia þér, að ég hefði hitt hana. Reyndar var ég dálítið hrifinn af henni í gamla daga, en nú er hún gift og ég var satt að segja búinn að steingleyma henni strax daginn eftir, að ég rakst á hana. Það einasta, sem í rauninni hefur nokkra þýðingu fyrir mig, þegar ég er fjarvist- um við þig, eru símtölin mín við þig á hverju kvöldi. Hún setti upp iðrunarsvip. — Þú ert ákaflega indæll að muna alltaf eftir því! sagði hún. En því skyldi ég ekki gjalda líku líkt? Upp frá þessu skal það vera öðruvísi. Ég ætla að hringja til þín á hverju kvöldi áður en ég slekk ljósið. Hann var mjög hræddur við tilhugsunina um að eiga að fá að heyra rödd hennar, rétt áð- ur en hún leggði sig til svefns. Hann minntist þess ekki þá, að hún hafði fyrir vana að lesa í rúminu langt fram á nóttu. Samt þótti honum til að byrja með vænt um að heyra mjúka, einlæga rödd hennar, enda þótt hann ætti bágt með að sofna á eftir. Stundum var liðið langt fram yfir miðnætti, þegar hún hringdi og oft liðu 15 til 20 mín- útur áður en hún lagði á. Harry varð að taka fleiri eða færri svefnpillur, en af þeim varð hann alltaf miður sín daginn eft- ir. Hann léttist. Hann varð taugaóstyrkur. Hann langaði mest af öllu til að biðja hana að hringja á heppilegri tíma, í síðasta lagi kl. 10, en hann vissi hve frámunalega tiltektasöm hún var og vildi ekki særa hana. Svo kom að því, að hann átti að fara þessa ferð til St. Louis og það rak rembihnútinn á allt saman. Hann ætlaði eiginlega aðeins að verá þar yfir nóttina og hafði því sagt Agnesi, að hún skyldi ekki gera sér það ómak að hringja til hans. Hann ætlaði sér að fara snemma að hátta og fara heim með 6-lestinni næsta morgun. Áður en hann fór var hann með hræðilegan höfuðverk og óþægilegan fiðring í hálsin- um, og það hafði sjálfsagt gert hann venju fremur fáskiptinn og annars hugar. Hann mundi, að hún hafði litið svo undarlega á hann, þegar hann lagði af stað. Áður en hann var kominn til St. Louis, logsveið hann í háls- inn. Hann komst ekki með 6-lest- inni morguninn eftir. Hann var ekki kominn heim fyrr en kl. 3 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.