Heimilisritið - 01.03.1957, Síða 39

Heimilisritið - 01.03.1957, Síða 39
málningunni hefði verið. Ég lét það þó ekki draga úr mér kjark- inn; ég hataði pabba af öllu hjarta. Ég barði og Lennie opnaði eld- húsdyrnar. „Ursula," hrópaði hann glaðlega, en bætti síðan við, er hann sá, hvernig pabbi hafði útleikið mig. „Guð minn góður, auminginn litli!" Hann dró mig inn. Grátandi sagði ég honum frá öllu, sem skeð hafði. Þegar ég hafði lokið máli mínu, sagði ég skjálfandi röddu, „ef þú villt mig enn, skal ég giftast þér, Lennie. Ég skal halda húsinu hreinu og matreiða fyrir þig og Ben. Ég skal gera allt, sem í mínu valdi stendur til að gera þig hamingjusaman!" Lennie tók varfærnislega utan xun mig vegna skrámanna. „Auð- vitað vil ég þig enn, Ursula! Nú þörfnumst við hvors annars. Ég skal annast þig, vina mín, og þú þarft ekki að óttast föður þinn framar!” Ég vonaði að kraftaverkið myndi ske, þegar Lennie leiddi mig inn í húsið. Megi ég elska hann, bað ég. Megi þetta ljóta hús einhvern tíma verða fallegt. Drottinn, láttu tilveru mína breyt- ast til batnaðar. Gefðu, að ég þurfi ekki framar að búa við erf- iði, kvöl og vonleysi. Og eins og barn trúði ég, að kraftaverkið myndi ske. Ég trúði því skyndilega, að allt í einu yrði Lennie karlmannlegur og falleg- ur í mínum augum. Ég trúði, að mér veittist vinnan ekki of erfið og uppskeran yrði mikil. Ég beið í ofvæni eftir gjörbreyttri tilveru. Drottinn minn, hvað ég var óþol- inmóð. Tveim dögum síðar, kvöldið, sem við Lennie giftumst, vissi ég, að eitt kraftaverkanna myndi aldrei ske. Ég myndi aldrei elska Lennie. Ó, ég argaði ekki né maldaði í móinn, þegar hann sýndi mér ástarhót. Ég lá bara grafkyrr og óskaði, að það væri afstaðið. Þannig hugsaði ég í hvert sinn, sem hann snerti mig. Það var ekki glæsileg byrjun á sambúð okkar. MORGUNINN eftir vaknaði ég snemma. f fyrstu áttaði ég mig ekki á, hvar ég var, né hvað gerzt hafði. Þegar ég hreyfði mig, fann ég líkama Lennies fast upp við mig. Skyndilega mundi ég, hvað hafði skeð. Ég leit í kringum mig í herberginu. Mér bauð við slitn- um, sóðalegum húsgögnunum og veggfóðrinu, sem víða var rifið af veggjunum. En við getum lagað það, sagði ég við sjálfa mig. Lennie sagði, að einhvern tíma ætlaði hann að gera við allt húsið. Síðan stóð ég á fætur og MARZ, 1957 37

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.