Heimilisritið - 01.03.1957, Side 56

Heimilisritið - 01.03.1957, Side 56
til hans. Rödd, sem ekki var af þessum heimi, sagði nokkur orð, sem hinn deyjandi maður greindi. Veikt, angurblítt bros færðist yfir varir hans á meðan hann hlustaði. Síðan hvarf Ijósið, eins og þeg- ar eldingu bregður fyrir, og þögn dauðans hvolfdist yfir hálfrokk- inn hellinn. Auðunn sást aldrei framar. En það spurðist brátt, að óvinurinn lét heldur ekki sjá sig, né gerði vart við sig framar. Og manna á meðal gekk sú saga, að Auð- unni hlyti að hafa tekizt að drepa óvætttinn, en sjálfur dáið af sár- um sínum eftir viðureignina. Faðir Ástríðar safnaði saman hóp hraustra manna, er héldu vel vopnaðir í leit til fjalla. Þeir leituðu dögum saman, en fundu aðeins spjótsskaft Auðuns, skinn- húfuna, sem hann hafði týnt og vatnsbelginn, sem hann hafði hent frá sér. Þeir leituðu lengi, en árangurs- laust. Og leit þeirra gat ekki orð- ið annað en árangurslaus, því ör- lögin höfðu hagað því þannig til, að þung skriða hafði á meðan þessu fór fram, velt risavöxnum steinhellum fyrir hellismunnann, svo enginn hafði hugmynd um, að hellirinn væri til. Og að lok- um varð að hætta allri leit. En vangar Ástríðar urðu fölari með hverjum deginum sem leið og áður en hálft ár var liðið frá því, að hún hafði séð ástvin sinn í síðasta sinn, lukustu augu henn- ar í dauðanum. MARGAR aldir voru liðnar. Bjartan maímorgun árið 1899r var lítill hópur manna saman kominn fyrir utan gistihús í Reykjavík. Þetta var sænskur könnunarleiðangur undir stjórn tveggja jarðfræðinga •— hins 58 ára Preben Holm og 35 ára stétt- arbróður hans, Anton Borg. Fyrir utan þá voru í flokknum 10' menn, þar á meðal verkfræðing- urinn Audun Eiriksen — 25 ára ókvæntur maður, er aldrei hafði komið til Islands fyrr. Nú var vísindaleiðangur þeirra um Is- land að hefjast. Eriksen verkfræðingur stóð skammt frá hinum og starði hug- fanginn fram fyrir sig. Yngsti leiðángursmaðurinn varð þess var og sagði í gríni: ,,Hvað nú, Eriksen — hvað gengur að yð- ur?" Hinn aðspurði brosti lítið eitt ,,0, eiginlega ekkert. En mig dreymdi óvenju kynlegan draum í nótt." ,,Væri frekt að spyrja, hvað yður dreymdi?" spurði Holm. „Nei, alls ekki. — Mig dreymdi að ég átti einhvers staðar á Is- landi í heiftarlegri baráttu við- 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.